Erlent

Birna hafnaði litlum húni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birnan vildi ekki sinna húninum litla. Mynd/ afp.
Birnan vildi ekki sinna húninum litla. Mynd/ afp.
Danskir dýravinir eru í sárum eftir að það mistókst að halda lífi í ísbjarnarunga sem birna ól í Skandinavisk Dyrerpark þar í landi. Húnninn var veikburða vegna þess að birnan neitaði að sinna honum eftir að hann kom í heiminn.

Starfsmenn dýragarðsins tóku hann því upp á sína arma. Hann fékk mjólk úr flösku sex sinnum á dag frá starfsmönnum dýragarðsins og dýralæknir vitjaði hans reglulega. Allt fór á versta veg og húnninn drapst.

Á vef danska ríkisútvarpsins segir að það sé þekkt vandamál í dýragörðum víða um heim að ísbjarnarungar drepist vegna þess að birnurnar vilji ekki gefa þeim að drekka.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×