Enski boltinn

Birkir fer ekki í ensku B-deildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir í leik með Basel á síðustu leiktíð.
Birkir í leik með Basel á síðustu leiktíð. vísir/getty
Jim Solbakken, umboðsmaður Birkis Bjarnasonar, segir engar líkur á því að íslenski landsliðsmaðurinn muni yfirgefa Basel í Sviss til að spila í ensku B-deildinni. Birkir spilar með svissnesku meisturunum í Basel.

Þrír íslenskir leikmenn landsliðsins hafa fært sig um set eftir EM í sumar og gengið til liðs við félög í B-deildinni á Englandi. Þeir eru Ragnar Sigurðsson (Fulham), Hörður Björgvin Magnússon (Bristol City) og Jón Daði Böðvarsson (Wolves).

Sjá einnig: Smá högg að Liverpool valdi að taka nafna minn

Vísir bar orðróm þess efnis að félög í ensku B-deildinni væru með Birki í sigtinu undir Solbakken sem sagði engar líkur á því að Birkir myndi taka tilboði frá liði í þeirri deild.

„Birkir átti frábært tímabil með Basel og er að fara að spila í Meistaradeildinni í vetur. Því myndi hann aldrei fórna fyrir ensku B-deildina,“ sagði Solbakken.

„Það er mikill áhugi á Birki og það er draumur margra knattspyrnumanna að spila í Englandi. En fyrir Birki kæmi aðeins til greina að fara til sterks úrvalsdeildarliðs.“

Sjá einnig: Það vantaði trommuna í víkingaklappinu

Birkir er 28 ára og spilaði lengi á Ítalíu við góðan orðstír áður en hann hélt til Sviss fyrir ári síðan. Hann vann sinn fyrsta meistaratitil á ferlinum með félaginu í vor. Liðið á öruggt sæti í Meistaradeild Evrópu í vetur en dregið verður í riðla í keppninni klukkan 16.00 í dag. Sýnt verður frá drættinum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Það vantaði trommuna í víkingaklappinu

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson svífur hátt þessa dagana og nýtur lífsins í botn enda hefur ferill hans með enska liðinu Wolves farið frábærlega af stað. Hann er þegar orðinn hetja hjá stuðningsmönnum.

Smá högg að Liverpool valdi að taka nafna minn

Ragnar Sigurðsson hefur bæst í hóp þeirra íslensku landsliðsmanna sem spila nú á Englandi eftir að hann samdi við Fulham. ­Sumarið hefur verið erfitt hjá Ragnari sem hefur beðið eftir tækifærinu til að komast til Englands allan sinn fe




Fleiri fréttir

Sjá meira


×