Birgitta segist aldrei hafa fengið önnur eins viðbrögð Anton Egilsson skrifar 12. nóvember 2016 13:32 Birgitta var ekki par sátt við framkomu Julian Fellowes. Vísir/Skjáskot Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist aldrei hafa fengið önnur eins viðbrögð við neinu eins og þátttöku hennar í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í gærkvöldi. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Vísir greindi frá því í gær að Birgitta hefði sagt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði í lávarðadeild breska þingsins, að skammast sín í miðri útsendingu.Almennur dónaskapurÍ þættinum var Birgitta meðal annars spurð um hlutverk Wikileaks í tengslum við Bandarísku forsetakosningarnar. Birgitta reyndi að útskýra að Wikileaks hafi skipað mikilvægt hlutverk seinustu árin, þótt henni hafi fundist gengið of langt varðandi Hillary Clinton. Greip lávarðurinn stöðugt fram í fyrir Birgittu og talaði um landráð og svikara. „Hann leyfði mér bara aldrei að tala sem er náttúrulega einhver hefð fyrir í breska þinginu. Einhver svona almennur dónaskapur. Þegar hann byrjaði svo að segja að allir uppljóstrarar séu landráðamenn þá var mér bara nóg boðið. Eftir það gat ég ekki setið á mér og sagði honum að skammast sín.“ Sagði Birgitta um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki ein um að vera misboðiðÞá sagði Birgitta einnig að hún hafi ekki verið ein um það að hafa misboðið framkoma breska lávarðsins. „Þetta var mjög athyglisverð upplifun að vera í þessum þætti og hún sagði mér það einmitt leikkonan sem sat við hliðina á mér að henni hefði verið svo misboðið hvernig lávarðurinn talaði að hún var við það að grípa inn í en henni fannst ég ná að svara honum nógu vel svo hún þyrfti ekki að tjá sig.“ Í Facebook færslu sinni segir hún að mest hafi farið fyrir brjóst hennar að lávarðurinn hafi þóst tala fyrir hönd þeirra sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Hún segir það minna um margt á silfurskeiðarmenn hér á landi. Tengdar fréttir Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. 11. nóvember 2016 21:42 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist aldrei hafa fengið önnur eins viðbrögð við neinu eins og þátttöku hennar í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í gærkvöldi. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Vísir greindi frá því í gær að Birgitta hefði sagt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði í lávarðadeild breska þingsins, að skammast sín í miðri útsendingu.Almennur dónaskapurÍ þættinum var Birgitta meðal annars spurð um hlutverk Wikileaks í tengslum við Bandarísku forsetakosningarnar. Birgitta reyndi að útskýra að Wikileaks hafi skipað mikilvægt hlutverk seinustu árin, þótt henni hafi fundist gengið of langt varðandi Hillary Clinton. Greip lávarðurinn stöðugt fram í fyrir Birgittu og talaði um landráð og svikara. „Hann leyfði mér bara aldrei að tala sem er náttúrulega einhver hefð fyrir í breska þinginu. Einhver svona almennur dónaskapur. Þegar hann byrjaði svo að segja að allir uppljóstrarar séu landráðamenn þá var mér bara nóg boðið. Eftir það gat ég ekki setið á mér og sagði honum að skammast sín.“ Sagði Birgitta um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki ein um að vera misboðiðÞá sagði Birgitta einnig að hún hafi ekki verið ein um það að hafa misboðið framkoma breska lávarðsins. „Þetta var mjög athyglisverð upplifun að vera í þessum þætti og hún sagði mér það einmitt leikkonan sem sat við hliðina á mér að henni hefði verið svo misboðið hvernig lávarðurinn talaði að hún var við það að grípa inn í en henni fannst ég ná að svara honum nógu vel svo hún þyrfti ekki að tjá sig.“ Í Facebook færslu sinni segir hún að mest hafi farið fyrir brjóst hennar að lávarðurinn hafi þóst tala fyrir hönd þeirra sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Hún segir það minna um margt á silfurskeiðarmenn hér á landi.
Tengdar fréttir Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. 11. nóvember 2016 21:42 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. 11. nóvember 2016 21:42