Birgitta segist aldrei hafa fengið önnur eins viðbrögð Anton Egilsson skrifar 12. nóvember 2016 13:32 Birgitta var ekki par sátt við framkomu Julian Fellowes. Vísir/Skjáskot Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist aldrei hafa fengið önnur eins viðbrögð við neinu eins og þátttöku hennar í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í gærkvöldi. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Vísir greindi frá því í gær að Birgitta hefði sagt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði í lávarðadeild breska þingsins, að skammast sín í miðri útsendingu.Almennur dónaskapurÍ þættinum var Birgitta meðal annars spurð um hlutverk Wikileaks í tengslum við Bandarísku forsetakosningarnar. Birgitta reyndi að útskýra að Wikileaks hafi skipað mikilvægt hlutverk seinustu árin, þótt henni hafi fundist gengið of langt varðandi Hillary Clinton. Greip lávarðurinn stöðugt fram í fyrir Birgittu og talaði um landráð og svikara. „Hann leyfði mér bara aldrei að tala sem er náttúrulega einhver hefð fyrir í breska þinginu. Einhver svona almennur dónaskapur. Þegar hann byrjaði svo að segja að allir uppljóstrarar séu landráðamenn þá var mér bara nóg boðið. Eftir það gat ég ekki setið á mér og sagði honum að skammast sín.“ Sagði Birgitta um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki ein um að vera misboðiðÞá sagði Birgitta einnig að hún hafi ekki verið ein um það að hafa misboðið framkoma breska lávarðsins. „Þetta var mjög athyglisverð upplifun að vera í þessum þætti og hún sagði mér það einmitt leikkonan sem sat við hliðina á mér að henni hefði verið svo misboðið hvernig lávarðurinn talaði að hún var við það að grípa inn í en henni fannst ég ná að svara honum nógu vel svo hún þyrfti ekki að tjá sig.“ Í Facebook færslu sinni segir hún að mest hafi farið fyrir brjóst hennar að lávarðurinn hafi þóst tala fyrir hönd þeirra sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Hún segir það minna um margt á silfurskeiðarmenn hér á landi. Tengdar fréttir Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. 11. nóvember 2016 21:42 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist aldrei hafa fengið önnur eins viðbrögð við neinu eins og þátttöku hennar í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í gærkvöldi. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Vísir greindi frá því í gær að Birgitta hefði sagt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði í lávarðadeild breska þingsins, að skammast sín í miðri útsendingu.Almennur dónaskapurÍ þættinum var Birgitta meðal annars spurð um hlutverk Wikileaks í tengslum við Bandarísku forsetakosningarnar. Birgitta reyndi að útskýra að Wikileaks hafi skipað mikilvægt hlutverk seinustu árin, þótt henni hafi fundist gengið of langt varðandi Hillary Clinton. Greip lávarðurinn stöðugt fram í fyrir Birgittu og talaði um landráð og svikara. „Hann leyfði mér bara aldrei að tala sem er náttúrulega einhver hefð fyrir í breska þinginu. Einhver svona almennur dónaskapur. Þegar hann byrjaði svo að segja að allir uppljóstrarar séu landráðamenn þá var mér bara nóg boðið. Eftir það gat ég ekki setið á mér og sagði honum að skammast sín.“ Sagði Birgitta um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki ein um að vera misboðiðÞá sagði Birgitta einnig að hún hafi ekki verið ein um það að hafa misboðið framkoma breska lávarðsins. „Þetta var mjög athyglisverð upplifun að vera í þessum þætti og hún sagði mér það einmitt leikkonan sem sat við hliðina á mér að henni hefði verið svo misboðið hvernig lávarðurinn talaði að hún var við það að grípa inn í en henni fannst ég ná að svara honum nógu vel svo hún þyrfti ekki að tjá sig.“ Í Facebook færslu sinni segir hún að mest hafi farið fyrir brjóst hennar að lávarðurinn hafi þóst tala fyrir hönd þeirra sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Hún segir það minna um margt á silfurskeiðarmenn hér á landi.
Tengdar fréttir Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. 11. nóvember 2016 21:42 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. 11. nóvember 2016 21:42
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels