Golf

Birgir Leifur komst í gegnum niðurskurðinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birgir Leifur gerði góða hluti í Þýskalandi.
Birgir Leifur gerði góða hluti í Þýskalandi. vísir/getty
Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum niðurskurðinn á AEGAN Airlines-mótinu í gær, en leikið er í Þýskalandi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni í Evrópu.

Birgir lék á 70 höggum, en Morgunblaðið greinir frá þessu. Hann lék fínt golf allt fram á síðustu holu þar sem hann fékk skramba, en áður hafði hann fengið þrjá fugla.

Þar tapaði hann tveimur höggum, en hann er tólf höggum á eftir Suður-Afríkumanninum, Deam Burmester, sem er efstur.

Lokahringurinn fer fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×