Lífið

Bílar og byssuhvellir á Mývatni - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svakalegar myndir frá Mývatni.
Svakalegar myndir frá Mývatni. vísir
Upptökur Fast 8 fara fram í Mývatnssveit þessa dagana en einnig verður tekið upp á Akranesi. Nýtt myndband hefur skotið upp kollinum á samskiptamiðlinum Instagram en þar má sjá svakalegan bílaflota keyra á Mývatni og má heyra byssuhvelli í myndbandinu.

Hundrað manna teymi er á staðnum og kemur það að tökunum.  Fast and the Furious myndaflokkurinn er einhver sá stærsti sem nú er í gangi í heiminum en mikill hagnaður hefur verið af myndunum. Síðasta myndin í flokknum, sem hét Furious 7, er sjötta tekjuhæsta mynd allra tíma með tekjur upp á 1.515 milljónir dollara, jafnvirði 202 milljarða íslenskra króna, í miðasölu.

Sjá einnig: Fast 8 stjarna á leiðinni til landsins: „Roman er að fara í eitthvað rosalegt“

Leikarinn Vin Diesel hefur verið aðal maðurinn við gerð myndanna, sem leikari og framleiðandi.

Á meðal þeirra bíla sem verða notaðir í myndinni eru Lamborghini Murchielago bíll og einhverjir mjög breyttir og sérsmíðaðir bílar.

#FF8 #fastandfurious8 #fast8 #iceland

A video posted by Fast & Furious (@rideorddie) on

Some more Fast 8 stunts being performed on Lake Myvatn #iceland #fast8 #baadventure16 #stunts #behindthescenes

A photo posted by Brett Daniels (@theromulans) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×