Íslenski boltinn

Bikarmeistararnir áfram í undanúrslitin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í dag.
Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í dag. Vísir/Andri Marinó
Breiðablik vann öruggan sigur á Val á útivelli með þremur mörkum gegn engu í átta-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Aldís Kara Lúðvíksdóttir kom gestunum yfir á 19. mínútu og aðeins þremur mínútum seinna bætti Jóna Kristín Hauksdóttir öðru marki Blika við. Aldís Kara gulltryggði svo sigur Breiðabliks þegar hún skoraði sitt annað mark á 55. mínútu.

Breiðablik, sem er ríkjandi bikarmeistari, er því komið í undanúrslitin ásamt Fylki og Stjörnunni.

Nú stendur yfir framlenging í lokaleik átta-liða úrslitanna milli Selfossar og ÍBV. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma.


Tengdar fréttir

Íris Dögg varði tvö víti og kom Fylki í undanúrslitin

Íris Dögg Gunnarsdóttir var hetja Pepsi-deildar liðs Fylkis í kvöld þegar hún varði tvær vítaspyrnur í vítakeppni þegar Fylkir sló 1. deildarlið KR út úr átta liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×