Viðskipti innlent

BHM: Meirihluti félagsmanna vill semja um laun í kjarasamningum

Atli Ísleifsson skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Vísir/Anton
Meirihluti félagsmanna BHM, eða um 58 prósent, vill semja um laun í kjarasamningum stéttarfélags og vinnuveitanda, en um 34 prósent svarenda hugnast betur að semja sjálfir um laun sín við vinnuveitenda.

Þetta eru niðurstöður nýlegrar kjarakönnunar BHM.

Í tilkynningu frá félaginu segir að þótt ríflegur meirihluti telji að semja beri um laun í kjarasamningum telji um 48 prósent svarenda sig myndu fá hærri laun ef þau semdu sjálf beint við vinnuveitanda sinn.

Könnunin var gerð af fyrirtækinu Maskínu í mars og apríl síðastliðinn og náði tilfélagsmanna BHM sem voru í starfi 1. nóvember 2015, rúmlega 12.000 manns. Svarendur voru um 4.800 og var svarhlutfallið því um 40 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×