Viðskipti innlent

Bensín lækkar

Gissur Sigurðsson skrifar
Olíufélögin lækkuðu verð á bensínlítranum um tvær krónur þannig að lítrinn kostar nú röskar 249 krónur.
Olíufélögin lækkuðu verð á bensínlítranum um tvær krónur þannig að lítrinn kostar nú röskar 249 krónur. vísir/anton
Olíufélögin lækkuðu verð á bensínlítranum um tvær krónur þannig að lítrinn kostar nú röskar 249 krónur. Þá lækkaði dísilolían um tæpar tvær krónur , eða niður í rúmlega 238 krónur, þannig að hann er nú röskum tíu krónum ódýrari en bensínið.

Eins og fréttastofa greindi frá í gær, hefur árviss eldsneytishækkun á Vesturlöndum í júlí, ekki látið á sér kræla í ár, heldur þvert á móti, samanber lækkunina hér á landi í gær. Það stafar að hluta af því að verðið hækkaði á heimsmarkaði eftir að óróinn braust út í Úkraínu fyrr á árinu, þannig að það má segja að júlí-hækkunin hafi þegar verið komin fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×