Benedikt um nýtt framboð: "Það er gerjun víða“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. apríl 2014 12:10 Tæp 40% geta hugsað sér að kjósa nýjan flokk, sem leggur áherslu á Evrópusambandsaðild. „Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ segir Benedikt Jóhannesson um hugsanlegt nýtt framboð- Evrópusinnaðan hægriflokk.Í gær birti MMR könnun þar sem kom fram að 38% aðspurðra sögðust geta hugsað sér að kjósa slíkt framboð – sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ákveðin vísbending um stuðning hugsanlegs flokks á þessum væng stjórnmálanna. En auðvitað er erfitt að meta stuðninginn út frá þessari einu könnun. Það var spurt mjög opið og auðvitað ekki búið að stofna neinn flokk. Þessu var bara stillt upp sem einhverju hugsanlegu,“ útskýrir Benedikt.„Ég er engin lykilpersóna í þessu“ Benedikt, sem er formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, segist ekki hafa átt þátt í neinum formlegum skrefum í átt að stofnun nýs flokks. „Ef ég muni grípa til einhverrar vinnu í þessum málum verður það ekkert leyndarmál. Ég er samt engin lykilpersónu í þessu. Ég heyri bara mikið talað um þörfina á svona flokki og veit að margir hafa áhuga á þessu,“ segir hann. Hann segist ekki vita til þess að formleg skref í átt að stofnun flokks hafi verið tekin. „En það er gerjun víða. Menn eru að tala um þetta úti um allt.“Flokkur með breiða skírskotun Benedikt segir margt athyglisvert hafa komið út úr könnun MMR. Til dæmis hversu breiða skírskotun flokkurinn virðist hafa. Til dæmis hafi mestur stuðningur við hugsanlegt framboð af þessu tagi mælst á meðal stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar, þegar litið var til þess hvaða flokk þeir sem tóku þátt í könnuninni kusu síðast. „Ég hef líka heyrt í mörgum þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn, þeim finnst sinn flokkur vera farinn útaf sporinu,“ segir Benedikt og bendir á að þriðjungur þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum geti hugsað sér að styðja nýja framboðið.Sjálfstæðisflokkurinn minnkað af sjálfsdáðum Nýtt framboð af þessu tagi myndi ekki vera endilega beint til höfuðs Sjálfstæðisflokksins, að mati Benedikts. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað talsvert og manni sýnist hann hafa gert það af sjálfsdáðum. Eftir landsfundinn síðasta – þar sem mjög þröng afstaða var tekin - fór fylgið í skoðanakönnunum að minnka. Eftir kosningar hefur það sama verið uppi á teningnum.“ Tengdar fréttir Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. 1. apríl 2014 16:00 Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
„Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ segir Benedikt Jóhannesson um hugsanlegt nýtt framboð- Evrópusinnaðan hægriflokk.Í gær birti MMR könnun þar sem kom fram að 38% aðspurðra sögðust geta hugsað sér að kjósa slíkt framboð – sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ákveðin vísbending um stuðning hugsanlegs flokks á þessum væng stjórnmálanna. En auðvitað er erfitt að meta stuðninginn út frá þessari einu könnun. Það var spurt mjög opið og auðvitað ekki búið að stofna neinn flokk. Þessu var bara stillt upp sem einhverju hugsanlegu,“ útskýrir Benedikt.„Ég er engin lykilpersóna í þessu“ Benedikt, sem er formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, segist ekki hafa átt þátt í neinum formlegum skrefum í átt að stofnun nýs flokks. „Ef ég muni grípa til einhverrar vinnu í þessum málum verður það ekkert leyndarmál. Ég er samt engin lykilpersónu í þessu. Ég heyri bara mikið talað um þörfina á svona flokki og veit að margir hafa áhuga á þessu,“ segir hann. Hann segist ekki vita til þess að formleg skref í átt að stofnun flokks hafi verið tekin. „En það er gerjun víða. Menn eru að tala um þetta úti um allt.“Flokkur með breiða skírskotun Benedikt segir margt athyglisvert hafa komið út úr könnun MMR. Til dæmis hversu breiða skírskotun flokkurinn virðist hafa. Til dæmis hafi mestur stuðningur við hugsanlegt framboð af þessu tagi mælst á meðal stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar, þegar litið var til þess hvaða flokk þeir sem tóku þátt í könnuninni kusu síðast. „Ég hef líka heyrt í mörgum þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn, þeim finnst sinn flokkur vera farinn útaf sporinu,“ segir Benedikt og bendir á að þriðjungur þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum geti hugsað sér að styðja nýja framboðið.Sjálfstæðisflokkurinn minnkað af sjálfsdáðum Nýtt framboð af þessu tagi myndi ekki vera endilega beint til höfuðs Sjálfstæðisflokksins, að mati Benedikts. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað talsvert og manni sýnist hann hafa gert það af sjálfsdáðum. Eftir landsfundinn síðasta – þar sem mjög þröng afstaða var tekin - fór fylgið í skoðanakönnunum að minnka. Eftir kosningar hefur það sama verið uppi á teningnum.“
Tengdar fréttir Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. 1. apríl 2014 16:00 Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. 1. apríl 2014 16:00
Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02