Benedikt um nýtt framboð: "Það er gerjun víða“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. apríl 2014 12:10 Tæp 40% geta hugsað sér að kjósa nýjan flokk, sem leggur áherslu á Evrópusambandsaðild. „Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ segir Benedikt Jóhannesson um hugsanlegt nýtt framboð- Evrópusinnaðan hægriflokk.Í gær birti MMR könnun þar sem kom fram að 38% aðspurðra sögðust geta hugsað sér að kjósa slíkt framboð – sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ákveðin vísbending um stuðning hugsanlegs flokks á þessum væng stjórnmálanna. En auðvitað er erfitt að meta stuðninginn út frá þessari einu könnun. Það var spurt mjög opið og auðvitað ekki búið að stofna neinn flokk. Þessu var bara stillt upp sem einhverju hugsanlegu,“ útskýrir Benedikt.„Ég er engin lykilpersóna í þessu“ Benedikt, sem er formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, segist ekki hafa átt þátt í neinum formlegum skrefum í átt að stofnun nýs flokks. „Ef ég muni grípa til einhverrar vinnu í þessum málum verður það ekkert leyndarmál. Ég er samt engin lykilpersónu í þessu. Ég heyri bara mikið talað um þörfina á svona flokki og veit að margir hafa áhuga á þessu,“ segir hann. Hann segist ekki vita til þess að formleg skref í átt að stofnun flokks hafi verið tekin. „En það er gerjun víða. Menn eru að tala um þetta úti um allt.“Flokkur með breiða skírskotun Benedikt segir margt athyglisvert hafa komið út úr könnun MMR. Til dæmis hversu breiða skírskotun flokkurinn virðist hafa. Til dæmis hafi mestur stuðningur við hugsanlegt framboð af þessu tagi mælst á meðal stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar, þegar litið var til þess hvaða flokk þeir sem tóku þátt í könnuninni kusu síðast. „Ég hef líka heyrt í mörgum þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn, þeim finnst sinn flokkur vera farinn útaf sporinu,“ segir Benedikt og bendir á að þriðjungur þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum geti hugsað sér að styðja nýja framboðið.Sjálfstæðisflokkurinn minnkað af sjálfsdáðum Nýtt framboð af þessu tagi myndi ekki vera endilega beint til höfuðs Sjálfstæðisflokksins, að mati Benedikts. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað talsvert og manni sýnist hann hafa gert það af sjálfsdáðum. Eftir landsfundinn síðasta – þar sem mjög þröng afstaða var tekin - fór fylgið í skoðanakönnunum að minnka. Eftir kosningar hefur það sama verið uppi á teningnum.“ Tengdar fréttir Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. 1. apríl 2014 16:00 Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
„Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ segir Benedikt Jóhannesson um hugsanlegt nýtt framboð- Evrópusinnaðan hægriflokk.Í gær birti MMR könnun þar sem kom fram að 38% aðspurðra sögðust geta hugsað sér að kjósa slíkt framboð – sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ákveðin vísbending um stuðning hugsanlegs flokks á þessum væng stjórnmálanna. En auðvitað er erfitt að meta stuðninginn út frá þessari einu könnun. Það var spurt mjög opið og auðvitað ekki búið að stofna neinn flokk. Þessu var bara stillt upp sem einhverju hugsanlegu,“ útskýrir Benedikt.„Ég er engin lykilpersóna í þessu“ Benedikt, sem er formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, segist ekki hafa átt þátt í neinum formlegum skrefum í átt að stofnun nýs flokks. „Ef ég muni grípa til einhverrar vinnu í þessum málum verður það ekkert leyndarmál. Ég er samt engin lykilpersónu í þessu. Ég heyri bara mikið talað um þörfina á svona flokki og veit að margir hafa áhuga á þessu,“ segir hann. Hann segist ekki vita til þess að formleg skref í átt að stofnun flokks hafi verið tekin. „En það er gerjun víða. Menn eru að tala um þetta úti um allt.“Flokkur með breiða skírskotun Benedikt segir margt athyglisvert hafa komið út úr könnun MMR. Til dæmis hversu breiða skírskotun flokkurinn virðist hafa. Til dæmis hafi mestur stuðningur við hugsanlegt framboð af þessu tagi mælst á meðal stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar, þegar litið var til þess hvaða flokk þeir sem tóku þátt í könnuninni kusu síðast. „Ég hef líka heyrt í mörgum þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn, þeim finnst sinn flokkur vera farinn útaf sporinu,“ segir Benedikt og bendir á að þriðjungur þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum geti hugsað sér að styðja nýja framboðið.Sjálfstæðisflokkurinn minnkað af sjálfsdáðum Nýtt framboð af þessu tagi myndi ekki vera endilega beint til höfuðs Sjálfstæðisflokksins, að mati Benedikts. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað talsvert og manni sýnist hann hafa gert það af sjálfsdáðum. Eftir landsfundinn síðasta – þar sem mjög þröng afstaða var tekin - fór fylgið í skoðanakönnunum að minnka. Eftir kosningar hefur það sama verið uppi á teningnum.“
Tengdar fréttir Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. 1. apríl 2014 16:00 Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. 1. apríl 2014 16:00
Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02