Erlent

Belgía viðurkennir mistök í aðdraganda árásanna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ráðherrarnir Jan Jambon og Koen Geens hafa báðir boðist til þess að segja af sér vegna málsins.
Ráðherrarnir Jan Jambon og Koen Geens hafa báðir boðist til þess að segja af sér vegna málsins. vísir/epa
Yfirvöld í Belgíu hafa viðurkennt að mistök hafi verið gerð varðandi einn árásarmannanna sem réðst á Brussel í fyrradag. Innanríkis- og dómsmálaráðherra landsins hafa boðist til að segja af sér vegna málsins en forsætisráðherrann neitar þeim um það. Þetta kemur fram á BBC.

Í gær upplýsti Recep Taayip Erdocan, forseti Tyrklands, að Brahim Al Bakraoui hefði verið handtekinn þar í landi og framseldur til Hollands. Honum var síðar sleppt eftir að ekki tókst að færa sönnur á tengsl hans við hryðjuverkasamtök. Bræðurna var hins vegar að finna á listum Bandaríkjanna yfir mögulega hryðjuverkamenn. 

Í máli ráðamanna hefur komið fram að meðhöndlun máls Al Bakraoui hafi ekki verið líkt og best verður á kosið. Líklega hefðu málin farið á annan veg ef að málið hefði verið kannað í þaula.

Almannavarnir Belga hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu um eitt þrep og er það nú í næsthæsta þrepi. 

31 lést í árásum þriggja á flugvöll og fjölfarna lestarstöð í borginni. Tveggja er enn leitað. Yfir 300 særðust í árásunum en þar af liggja 121 enn á sjúkrahúsi. 63 þeirra eru taldir í lífshættu.

Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld frá Brussel.


Tengdar fréttir

Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit

Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×