Innlent

Bein útsending: Þúsundir mótmæla á Austurvelli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjölmargir eru mættir á Austurvöll. Myndin var tekin rétt fyrir klukkan hálf fimm.
Fjölmargir eru mættir á Austurvöll. Myndin var tekin rétt fyrir klukkan hálf fimm. Vísir/Vilhelm
Um tíu þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 17 þar sem krafan er sú að ríkisstjórnin segi af sér. Jæja-hópurinn stendur að mótmælunum þar sem Illugi Jökulsson mun meðal annars taka til máls.

Vísir verður með beina útsendingu frá mótmælunum þar sem fylgst verður með dagskránni auk þess sem Sunna Kristín Hilmarsdóttir, fréttamaður Vísis, tekur viðstadda tali á milli dagskrárliða.

Lögregla hefur kallað eftir friðsælum mótmælum en vel viðrar á miðbæjargesti í glampandi sól. Margir hafa nýtt sér útisvæði kaffihúsanna í miðbænum í dag.

Sjá einnig:Instagram á Austurvelli: „Ljúgmundur þú ert rekinn“

Um þrjátíu lögreglumenn voru mættir á vettvang um fjögurleytið en þegar hefur verið girt fyrir aðgang að Alþingishúsinu.

Sjá einnig:Sagði forsætisráðherra með Jesú-komplex

Uppfært: Beinni útsendingu á Vísi er lokið en sjá má hana í heild sinni hér fyrir neðan. 



Hér fyrir neðan má síðan sjá beina útsendingu sem sett hefur verið upp á YouTube af svölum við Austurvöll.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×