Erlent

Bein útsending: Costa Concordia dregið burt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Miklar og flóknar framkvæmdir standa nú yfir á strandstað ítalska skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, sem strandaði við Ítalíuströnd í byrjun árs 2012.

Verið er að gera þetta 114 þúsund tonna þunga skip klárt til brottflutnings, en stefnt er að því að draga það af strandstað og rífa það svo niður í brotajárn.

Umhverfið á strandstað er viðkvæmt. Þar er fjölbreytt lífríki þannig að aldrei kom til greina að sprengja og brjóta skipið niður á strandstað. Það hefði valdið alltof miklu tjóni á náttúrunni.

Costa Concordia strandaði við strönd Toskanahéraðs Ítalíu þann 13. janúar árið 2012 og talið er að strandið hafi kostað 32 lífið.

Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu af aðgerðunum á strandstað á vegum The Telegraph. 

Uppfært:

Costa Concordia er komið á flot á ný, en það hefur legið á strandstað í tvö og hálft ár ár. Skipið verður dregið til hafnar og rifið í brotajárn en sú aðgerð er talin eins sú umfangsmesta og flóknasta sinnar tegundar á síðari tímum.  

Framkvæmdir hófust árla morguns við ítölsku eyjuna Giglio þar sem skipið strandaði árið 2012. Aðgerðirnar eru umfangsmiklar og töluverð spenna hefur fylgt þeim enda getur margt farið úrskeiðis. Lofti var dælt í þrjátíu stór hylki sem fest voru á skipsskrokkinn. Sjó var dælt út og skipinu lyft um tólf metra af sjávarbotni. 



Uppfært: Útsendingunni er lokið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×