Viðskipti innlent

Bein útsending: Bylting í þjónustu og verslun

Haraldur Guðmundsson skrifar
Ráðstefna SVÞ er halding á Hilton Reykjavík Nordica.
Ráðstefna SVÞ er halding á Hilton Reykjavík Nordica. Vísir/Ernir
Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) halda nú klukkan 14.00 opna ráðstefnu um byltingu og breytingar í þjónustu og verslun. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica en hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.  

Anna Felländer, ráðgjafi og hagfræðingur, mun í sinni framsögu fjalla um áhrif stafrænu byltingarinnar á verslun og þjónustu og þær breytingar sem eru framundan í þeim efnum.

„Breytt neysluhegðun aldamótakynslóðarinnar felur í sér ögrandi verkefni fyrir alla sem starfa við verslun og þjónustu í dag. Þróunin er hröð og á sér stað um allan heim því verður fróðlegt að heyra í einum helsta sérfræðingi nútímans á þessu sviði miðla af reynslu sinni og þekkingu," segir um viðburðinn á vefsíðu SVÞ

Þá mun Landsbankinn kynna niðurstöður nýrrar greiningar á stöðu, þróun og horfum í íslenskri verslun. Jafnframt mun formaður SVÞ, Margrét Sanders, og ráðherra ferðamála, iðnaðar, og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir halda tölu.

Hægt er að horfa á útsendinguna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×