Viðskipti innlent

Bein útsending: Bjarni Ben og Lars Christensen fjalla um Ísland án hafta

Tinni Sveinsson skrifar
Bjarni Benediktsson og Lars Christensen.
Bjarni Benediktsson og Lars Christensen. Vísir/Pjetur/GVA
VÍB, eignastýringaþjónusta Íslandsbanka, heldur morgunverðarfund í Norðurljósasal Hörpu í dag. Fundurinn ber yfirskriftina Ísland án hafta.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, heldur erindi í upphafi fundar.

Lars Christensen, hagfræðingur hjá Danske Bank, flytur síðan framsögu um það sem tekur við á Íslandi eftir afléttingu gjaldeyrishafta, svo sem varðandi stjórnun peningamála, gjaldeyrismál og fjárfestingar.

Að loknum erindum taka þeir Lars og Bjarni þátt í pallborðsumræðum ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Sigríði Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands.

Umræðum stýrir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB og fundarstjóri er Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB.

Fundurinn hefst klukkan 8.30 og stendur til klukkan 10.

Uppfært kl. 13.50. Upptaka af fundinum er nú aðgengileg í spilaranum hér fyrir neðan.

Íslands án hafta - Fræðslufundur með Lars Christensen from Íslandsbanki on Vimeo.

Þeir sem hafa áhuga eru síðan hvattir til að taka þátt í umræðu um fundinn á Twitter með merkinu #VIBfundur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×