Innlent

Beðið eftir niðurstöðum vegna kattaeitrunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrír kettir hafa verið aflífaðir í Hveragerði í sumar.
Þrír kettir hafa verið aflífaðir í Hveragerði í sumar. Vísir/Getty
Lögreglan á Suðurlandi bíður enn eftir niðurstöðum úr rannsóknum á fiskiflaki vegna kattamálsins í Hveragerði. Þar hefur grunur leikið á að eitrað hafi verið fyrir köttum og hundum í bænum. Þrír kettir hafa verið aflífaðir í Hveragerði í sumar.

Auk flaksins var einn köttur sendur í krufningu og er einnig beðið eftir niðurstöðum þar einnig. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn Suðurlands, segir rannsókn lögreglunar vera í gangi en ekkert hafi komið upp sem bendi á einhvern sérstakan eða hvort að um viljaverk sé að ræða.

Um helgina sagðist Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir á Suðurlandi, hafa mjög sterkan grun um að eitrað hefði verið fyrir köttunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×