Sport

Bara 11 dagar á milli Norðurlandameta hjá Eygló | Myndir frá ÍM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Andri Marinó
Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi setti ekki bara Íslandsmet í 200 metra baksundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug í kvöld því þetta var einnig Norðurlandamet hjá henni.

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á fyrsta degi á ÍM og tók þessar myndir hér fyrir ofan.

Eygló Ósk bætti nefnilega ellefu daga gamalt Íslands- og Norðurlandamet sitt í 200m baksundi þegar hún synti á 2:09.36 mínútum en gamla metið hennar var 2:09.86 mínútna sund í Danmörku í lok mars.

Blönduð sveit SH setti Íslandsmet í 4x50m fjórsundi í blönduðum flokki þegar þau syntu á 1:51,33. Sveitina skipuðu Kolbeinn Hrafnkelsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Predrag Milos og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir.

Brynjólfur Óli Karlsson úr Breiðabliki eigið drengjamet í 50m baksundi þegar hann fór fyrsta sprett í boðsundi á 29,30 sekúndum. Gamla metið var 29,92 sekúndur frá því í fyrra.

Brynjólfur setti svo annað drengjamet í 200 metra baksundi og var það 20 ára gamalt met Arnar Arnarsonar. Brynjólfur synti á 2:14,65 mínútum en gamla met Arnar var 2:16,30 mínútur.

Sveit ÍRB setti stúlknamet í 4x200 skriðsunds boðsundi þegar þær syntu á 8:51,89 mínútum. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir, Stefanía Sigþórsdóttir og Íris Ósk Hilmarsdóttir skipuðu sveitina. Gamla metið átti sveit ÍRB einnig en það var 8:52,51 mínútur frá því í nóvember 2013.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×