Viðskipti erlent

Bankar flytja höfuðstöðvar sínar kjósi Skotar sjálfstæði

Atli Ísleifsson skrifar
Óvissa ríkir starfsumhverfi banka fari svo að Skotar kjósi sjálfstæði.
Óvissa ríkir starfsumhverfi banka fari svo að Skotar kjósi sjálfstæði. Vísir/AFP
Royal Bank of Scotland hefur staðfest að bankinn muni flytja höfuðstöðvar sínar til Lundúna, fari svo að meirihluti Skota kjósi sjálfstæði í kosningunum sem fram fara eftir eina viku.

Í bréfi til starfsmanna segir framkvæmdastjóri bankans þó að ekki standi til að flytja störf eða aðra starfsemi.

Í frétt Reuters segir að Lloyds-bankinn í Edinborg og Clydesdale-bankinn munu sömuleiðis flytja höfuðstöðvar sínar kjósi Skotar sjálfstæði, en óvissa ríkir um framtíð bankanna og það lagaumhverfi sem þeir munu starfa í verði þetta niðurstaðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×