Bandaríkjastjórn stóð illa að brottför hersins frá Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2016 19:45 Fyrrverandi aðalsamningamaður bandaríska utanríkisráðuneytisins um brottför varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, segir að illa hafi verið staðið að brottförinni. Bandarískir ráðherrar hafi ekki rætt málið við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum mikla ónærgætni. Haustið 2005 hófust viðræður milli íslenskra og bandarískra embættismanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga í borgaralega hlutanum af rekstri herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. En þegar leið á viðræðurnar kom annað og meira í ljós. Því þá komu þau skilaboð að Donald Rumsfeld þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vildi láta loka herstöðinni. Robert G. Loftis fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins en í dag er hann prófessor í diplómatískum fræðum og yfirmaður þeirrar deildar í háskólanum í Boston (Boston University). Hann flutti fyrirlestur um brottför varnarliðsins fyrir tíu árum á fundi Varðbergs í dag. Viðræðurnar sem hófust haustið 2005 náðu inn á vormánuði 2006 þegar Geir H. Haarde var untanríkisráðherra. Það kom ráðmönnum hér á landi í opna skjöldu þegar skyndilega var tilkynnt af hálfu Bandaríkjamanna að loka ætti herstöðinni. „Það kom líka sumum okkar sem tókum þátt í viðræðunum á óvart. Þetta var ekki upphaflegi tilgangurinn með þessum viðræðum,“ segir Loftis. Skipunin um lokun herstöðvarinnar hafi komið beint frá Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra.“Eftir á að hyggja, var það góð ákvörðun að loka herstöðinni? „Að mínu mati...ég skal orða það svona: Aðferðin var slæm. Ef við ætluðum að loka herstöðinni, og við lokuðum mörgum, þá hefðu viðræðurnar átt að snúast um það hvernig Bandaríkin ætluðu að uppfylla varnarþarfir Íslands í breyttum heimi.Þær viðræður áttu sér aldrei stað,“ segir Loftis. Með ákvörðun og hegðun Rumsfeld hafi Bandaríkjastjórn sýnt Íslendingum mikla ónærgætni. „Rumsfeld ráðherra var vissulega ónæmur fyrir því hvernig menn skynjuðu það hvernig hann gerði þetta. Ég held ekki að skuldbindingar Bandaríkjanna hafi horfið en maður verður líka að hugsa um hvað bandalagsþjóðin telur mikilvægt. Og það átti sér ekki stað á þessum tíma,“ segir Loftis. Það sé því ekki að undra að íslenskir ráðmenn hafi brugðist illa við enda hafi bandaríksir ráðmenn aldrei sett sig í samband við íslenska ráðmenn vegna málsins.Hann sýndi ekki einu sinni þá kurteisi að taka upp símann? „Ég hefði haldið að hann myndi gera það en, nei, hann gerði það ekki. Það er ekki mitt að biðjast afsökunar fyrir Donald Rumsfeld. Hann getur talað fyrir sjálfan sig,“ segir Loftis. Rumsfeld hafi einfaldlega sent minnisblað til fjármáladeildar varnarmálaráðuneytisins og fyrirskipað lokun herstöðvarinnar innan mjög skamms tíma. „Og svo gekk maður á milli manns í Hvíta húsinu, varnar- og utanríkisráðuneytisins til að fá þessu seinkað um nokkra mánuði til að gefa tíma fyrir aðlögun. Þetta var mjög dæmigert fyrir hans stíl,“ segir Robert G. Loftis. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
Fyrrverandi aðalsamningamaður bandaríska utanríkisráðuneytisins um brottför varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, segir að illa hafi verið staðið að brottförinni. Bandarískir ráðherrar hafi ekki rætt málið við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum mikla ónærgætni. Haustið 2005 hófust viðræður milli íslenskra og bandarískra embættismanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga í borgaralega hlutanum af rekstri herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. En þegar leið á viðræðurnar kom annað og meira í ljós. Því þá komu þau skilaboð að Donald Rumsfeld þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vildi láta loka herstöðinni. Robert G. Loftis fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins en í dag er hann prófessor í diplómatískum fræðum og yfirmaður þeirrar deildar í háskólanum í Boston (Boston University). Hann flutti fyrirlestur um brottför varnarliðsins fyrir tíu árum á fundi Varðbergs í dag. Viðræðurnar sem hófust haustið 2005 náðu inn á vormánuði 2006 þegar Geir H. Haarde var untanríkisráðherra. Það kom ráðmönnum hér á landi í opna skjöldu þegar skyndilega var tilkynnt af hálfu Bandaríkjamanna að loka ætti herstöðinni. „Það kom líka sumum okkar sem tókum þátt í viðræðunum á óvart. Þetta var ekki upphaflegi tilgangurinn með þessum viðræðum,“ segir Loftis. Skipunin um lokun herstöðvarinnar hafi komið beint frá Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra.“Eftir á að hyggja, var það góð ákvörðun að loka herstöðinni? „Að mínu mati...ég skal orða það svona: Aðferðin var slæm. Ef við ætluðum að loka herstöðinni, og við lokuðum mörgum, þá hefðu viðræðurnar átt að snúast um það hvernig Bandaríkin ætluðu að uppfylla varnarþarfir Íslands í breyttum heimi.Þær viðræður áttu sér aldrei stað,“ segir Loftis. Með ákvörðun og hegðun Rumsfeld hafi Bandaríkjastjórn sýnt Íslendingum mikla ónærgætni. „Rumsfeld ráðherra var vissulega ónæmur fyrir því hvernig menn skynjuðu það hvernig hann gerði þetta. Ég held ekki að skuldbindingar Bandaríkjanna hafi horfið en maður verður líka að hugsa um hvað bandalagsþjóðin telur mikilvægt. Og það átti sér ekki stað á þessum tíma,“ segir Loftis. Það sé því ekki að undra að íslenskir ráðmenn hafi brugðist illa við enda hafi bandaríksir ráðmenn aldrei sett sig í samband við íslenska ráðmenn vegna málsins.Hann sýndi ekki einu sinni þá kurteisi að taka upp símann? „Ég hefði haldið að hann myndi gera það en, nei, hann gerði það ekki. Það er ekki mitt að biðjast afsökunar fyrir Donald Rumsfeld. Hann getur talað fyrir sjálfan sig,“ segir Loftis. Rumsfeld hafi einfaldlega sent minnisblað til fjármáladeildar varnarmálaráðuneytisins og fyrirskipað lokun herstöðvarinnar innan mjög skamms tíma. „Og svo gekk maður á milli manns í Hvíta húsinu, varnar- og utanríkisráðuneytisins til að fá þessu seinkað um nokkra mánuði til að gefa tíma fyrir aðlögun. Þetta var mjög dæmigert fyrir hans stíl,“ segir Robert G. Loftis.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira