Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Snærós Sindradóttir skrifar 12. júlí 2016 07:00 Búvörusamningarnir taka til tíu ára og fela í sér mikinn kostnað fyrir íslenska ríkið. Þingmenn hyggjast gera breytingar á samningunum. Visir/Antonbrink Bændur munu ekki taka því þegjandi ef Alþingi gerir grundvallarbreytingar á búvörusamningum. Horft verður fram hjá minniháttar orðalagsbreytingum og afsniði agnúa en verði breytingarnar meiri en svo munu bændur fara fram á að koma aftur að samningaborðinu og jafnvel kjósa að nýju. Þetta segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ekkert benti til þess að meirihluti væri fyrir búvörusamningum á Alþingi eins og þeir standa nú. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segist munu gera allt sem í hans valdi stendur til að ákveðnar breytingar verði gerðar. Hann hafi áhyggjur af því að búvörusamningar setji hagræðingu síðustu ára í uppnám. „Ef menn sjá eitthvað í samningunum sem er augljóst að þurfi að færa til betri vegar, meðal annars vegna þess að það stenst ekki lög eða slíkt, þá er eðlilegt að það sé skoðað. En grundvallarskipulag og uppsetning samninganna verður að standa að mínu mati,“ segir Sindri. „Það hefur hver og einn bóndi lagt mat á áhrif samninganna gagnvart sér þegar hann tók ákvörðun um hvort hann greiddi atkvæði með eða á móti þeim. Ef menn ætla að gera einhverjar breytingar sem hafa áhrif á það, breytingar sem munu lækka greiðslur eða raska framleiðsluskipulagi þannig að það komi niður á einstaka bændum, þá erum við kominn á þann stað að verið sé að gera of veigamiklar Sindri segir að um grundvallarbreytingu væri að ræða ef Alþingi vill stytta samningstímann. Mörgum hefur blöskrað að samningstíminn sé tíu ár og nái þar með yfir tvö og hálft kjörtímabil. Það er meðal annars þess vegna sem málið er komið í hnút.Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka ÍslandsSindri segir að samningsferlið hafi verið opið þeirra megin allan tímann og bændum kynnt vel hvað stæði til að gera. „Ég held það megi orða það þannig að ef ráðuneyti landbúnaðarmála hefði nú kannski unnið þetta opnara og meira með þinginu þá værum við ekki í þessari stöðu í dag. Þetta er spurning um umboð viðsemjandans hinum megin frá,“ segir Sindri. Tollasamningur Íslands við ESB gengur að sumu leyti í berhöggi við búnaðarsamninga. Sindri segir að starfshópur bænda hafi unnið að því að milda áhrif tollasamningsins. „Við gerðum kröfu um að búvörusamningarnir yrðu kláraðir áður en menn myndu ákveða tollasamning.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Bændur munu ekki taka því þegjandi ef Alþingi gerir grundvallarbreytingar á búvörusamningum. Horft verður fram hjá minniháttar orðalagsbreytingum og afsniði agnúa en verði breytingarnar meiri en svo munu bændur fara fram á að koma aftur að samningaborðinu og jafnvel kjósa að nýju. Þetta segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ekkert benti til þess að meirihluti væri fyrir búvörusamningum á Alþingi eins og þeir standa nú. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segist munu gera allt sem í hans valdi stendur til að ákveðnar breytingar verði gerðar. Hann hafi áhyggjur af því að búvörusamningar setji hagræðingu síðustu ára í uppnám. „Ef menn sjá eitthvað í samningunum sem er augljóst að þurfi að færa til betri vegar, meðal annars vegna þess að það stenst ekki lög eða slíkt, þá er eðlilegt að það sé skoðað. En grundvallarskipulag og uppsetning samninganna verður að standa að mínu mati,“ segir Sindri. „Það hefur hver og einn bóndi lagt mat á áhrif samninganna gagnvart sér þegar hann tók ákvörðun um hvort hann greiddi atkvæði með eða á móti þeim. Ef menn ætla að gera einhverjar breytingar sem hafa áhrif á það, breytingar sem munu lækka greiðslur eða raska framleiðsluskipulagi þannig að það komi niður á einstaka bændum, þá erum við kominn á þann stað að verið sé að gera of veigamiklar Sindri segir að um grundvallarbreytingu væri að ræða ef Alþingi vill stytta samningstímann. Mörgum hefur blöskrað að samningstíminn sé tíu ár og nái þar með yfir tvö og hálft kjörtímabil. Það er meðal annars þess vegna sem málið er komið í hnút.Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka ÍslandsSindri segir að samningsferlið hafi verið opið þeirra megin allan tímann og bændum kynnt vel hvað stæði til að gera. „Ég held það megi orða það þannig að ef ráðuneyti landbúnaðarmála hefði nú kannski unnið þetta opnara og meira með þinginu þá værum við ekki í þessari stöðu í dag. Þetta er spurning um umboð viðsemjandans hinum megin frá,“ segir Sindri. Tollasamningur Íslands við ESB gengur að sumu leyti í berhöggi við búnaðarsamninga. Sindri segir að starfshópur bænda hafi unnið að því að milda áhrif tollasamningsins. „Við gerðum kröfu um að búvörusamningarnir yrðu kláraðir áður en menn myndu ákveða tollasamning.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira