Viðskipti erlent

Aukinn ferðamannastraumur til Bretlands vegna Brexit

Sæunn Gísladóttir skrifar
Flugbókunum til Bretlands fjölgaði um 4,3 prósent mánuðinn eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið.
Flugbókunum til Bretlands fjölgaði um 4,3 prósent mánuðinn eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið.
Flugbókunum til Bretlands fjölgaði um 4,3 prósent mánuðinn eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ástæðu þess má rekja til þess að gengi Sterlingspunds féll um tíu prósent gagnvart bandaríkjadal.

Mest aukning var frá Hong Kong, eða um 30,1 prósent, svo var 9,2 prósent aukning frá Bandaríkjunum og 5 prósent frá Evrópu. Greiningaraðilar telja að Brexit hafi strax haft jákvæð áhrif á ferðamennsku til Bretlands. 

Lægra gengi pundsins þýðir að frí í Bretlandi sé ódýrara. Auk þess hafi hryðjuverk í Frakklandi og Belgíu haft jákvæð áhrif á ferðamennsku í Bretlandi. 

Bókunum fyrir haustið fer fjölgandi, fyrir ágúst fjölgaði þeim um 3,2 prósent, fyrir september fjölgaði þeim um 3,3 prósent, og um 5,3 prósent fyrir október. 

Erlendir ferðamenn eru í auknum mæli að leita eftir flugum til Bretlands, að því er kemur fram í frétt BBC um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×