Viðskipti innlent

Atvinnuleysi 4,6 prósent

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Daníel
Atvinnuleysi í júní mældist 4,6 prósent samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Í frétt á vef Hagstofunnar segir að 195.400 hafi að jafnað verið á vinnumarkaði. Þar af hafi 186.300 verið starfandi og 9.000 án vinnu.

Atvinnuþátttaka mældist 85,3 prósent og hlutfall starfandi 81,4 prósent.

Séu júní 2014 borinn saman við júní í fyrra sést að atvinnuþátttaka jókst um eitt prósentustig og hlutfall starfandi um 2,5 prósentustig. Hlutfall atvinnulausra minnkaði á sama tíma um 1,8 prósentustig.

Atvinnuleysi í júní var 8,6 prósent hjá 16-24 ára gömlum og 4,1 prósent hjá 25 ára og eldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×