Erlent

Átta handteknir vegna mótmæla

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mótmælendurnir lokuðu fyrir umferð.
Mótmælendurnir lokuðu fyrir umferð. vísir/ap
Tugir manna komu saman í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum í gærkvöld eftir að hvítur lögregluþjónn þar skaut átján ára blökkupilt til bana. Pilturinn lést síðasta þriðjudag en hann er sagður hafa beint skotvopni að lögreglumanninum sem var við reglubundið eftirlit við bensínstöð í úthverfi borgarinnar, Berkeley.

Mótmælendurnir fylktu liði að bensínstöðinni, þar sem pilturinn var skotinn, og lokuðu fyrir umferð um skamma stund. Átta voru handteknir en þetta er í annað sinn sem hópurinn kemur saman og mótmælir.

Í ágúst síðastliðnum var ungur blökkupiltur skotinn til bana af lögreglu í Ferguson í St. Louis, skammt frá Berkeley, og hefur allt verið á suðupunkti vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×