Innlent

Átt þú myndir af óveðrinu?

Lesendur Vísis hafa nú þegar sent inn tugi mynda frá öllum landshornum.
Lesendur Vísis hafa nú þegar sent inn tugi mynda frá öllum landshornum.
Vísir leitar að myndum og myndböndum frá lesendum sem fanga veðurofsann sem gengur nú yfir landið. Bæði er hægt að senda okkur myndirnar og myndböndin sjálf eða hlekki á netsíður þar sem þau er að finna á netfangið ritstjorn@visir.is, í ummælum hér fyrir neðan eða á Facebook-síðu Vísis.

Nú þegar hafa borist tugir mynda og myndbönd frá lesendum út um allt land. Bæði er hægt að fletta þeim í myndasafninu hér fyrir ofan og hér fyrir neðan. Lumar þú á myndum af óveðrinu í dag?

Búið er að kalla allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs. Sjórinn gengur yfir Sæbrautina, bárujárnsþök fjúka í miðbænum, ljósastaurar hafa rifnað upp og fleira. Búist er við því að óveðrið haldi áfram af krafti fram eftir degi.

Vísir biður þá lesendur sem hafa náð eða séð myndir og myndbönd sem fanga kraft óveðursins að senda þær á ritstjórnina. Látið okkur vita á netfangið ritstjorn@visir.is, á Facebook.com/visir.is eða í ummælum hér fyrir neðan.

Björgunarfélag Vestmannaeyja að störfum. Mynd/Arnór Arnórsson
Gámar fuku fyrir utan Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Þar sprungu einnig rúður í bílum. Mynd/Guðmundur Örn Gunnarsson
Óskemmtileg sjón blasti við íbúum við Laufásveg. Tré úr Miðstræti lagðist til hinstu hvílu yfir í garð nágrannans. Mynd/ Páll V. Bjarnason
Hér sést hvernig tréð við Miðstræti rifnaði upp með rótum. Mynd/ Páll V. Bjarnason
Hraðamyndavélin á Kjalarnesinu fékk að finna fyrir vindhviðunum. Mynd/Kristján Thorsteinsson
Þessi vörubíll valt á Kjalarnesinu. Mynd/Kristján Thorsteinsson.
Gunnar Ómarsson tók þetta skemmtilega myndband. Sumir njóta snjósins:



Á Sauðárkróki er vonskuveður. Stefán Arnar Ómarsson tók þetta myndband þar um hádegisbilið:



Hrikalegur sjógangur við Sæbraut. Myndband eftir Örn Marinó Arnarson:



Þetta myndband var tekið á Hólakoti í Eyjafjarðarsveit:



Gísli Guðmundsson náði þessu myndbandi við Sæbrautina:



Mynd/Óðinn Snær
Mynd/Ástrós Villa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×