Skoðun

Atkvæðisrétturinn og grunngildin

Þjóðmálanefnd þjóðkirkjunnar hvetur fólk til að nýta kosningarétt sinn í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október og til að íhuga tillögur stjórnlagaráðs í heild sinni og einstakar spurningar út frá kristnum grunngildum.

Af hverju er kirkjan að skipta sér af þessu? Það er vegna þess að stjórnarskrá endurspeglar grunngildi hvers samfélags og íslensk menning og íslensk stjórnskipun hefur byggt á kristnum grunngildum.

Í hópi hinna kristnu grunngilda má telja hófsemi, auðmýkt og manngæsku, réttlæti, friðarvilja og umhyggju. Þau standa gegn græðgi, yfirgangi, illmennsku, ranglæti, stríðsvilja og skeytingarleysi. Þótt ekki sé allt talið upp ætti hin kristna nálgun að vera ljós: Umhyggja fyrir þeim sem minna mega sín, vonarrík og jákvæð sýn á manneskjuna og möguleika hennar til að blómstra í samfélagi við aðra. Þetta á að vera veganesti okkar í öllum aðstæðum lífsins. Hvort sem við erum að kaupa bíl, versla í matinn, fjalla um eignarhald á auðlindum, náttúruvernd eða framkvæmd lýðræðis þá viljum við byggja á þessum grunngildum.

Við ættum að vera sammála um margt, til dæmis að auðlindir geta ekki verið eign á sama hátt og hús, að ein kynslóð má ekki gína yfir öllu þó að tæknin geri henni það kleift og að jákvætt sé að fólk ráði lífi sínu og hafi sem mest að segja um umhverfi sitt. Það er engu að síður einstaklingsbundið að hvaða niðurstöðu við komumst í atkvæðagreiðslunni 20. október. Málefni geta verið flókin og við drögum ályktanir með misjöfnum hætti og viljum fara misjafnar leiðir þó markmiðið sé það sama.

Um eitt skulum við sameinast: Við viljum hafa áhrif á umhverfi okkar með hagsmuni allra heimsins barna að leiðarljósi. Látum það lýsa okkur í kjörklefanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×