Erlent

Atkvæðagreiðslan á Írlandi „ósigur fyrir mannkyn“

Atli Ísleifsson skrifar
Kardinálinn Pietro Parolin gegnir hlutverki utanríkisráðherra Vatikansins.
Kardinálinn Pietro Parolin gegnir hlutverki utanríkisráðherra Vatikansins. Vísir/AFP
Háttsettur embættismaður í Vatikaninu segir að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra sé „ósigur fyrir mannkyn“.

Kardinálinn Pietro Parolin, sem álitinn er næstráðandi í smáríkinu á eftir sjálfum páfanum, segist hryggur vegna atkvæðagreiðslunnar þar sem um 62 prósent Íra studdu lögleiðingu. „Ég tel að verið getum ekki einungis rætt um ósigur fyrir kristin gildi, helfur ósigur fyrir mannkyn.“

Kardinálinn sagði að gera þurfti allt til að verja og styðja það sem hann kallaði „fjölskylduna“.

Írland er fyrsta ríkið þar sem ákvörðun um lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra er tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kaþólska kirkjan hefur öldum saman verið mjög valdamikil í landinu. Fjöldi hneykslismála varðandi meðferð kirkjunar á einstæðum mæðrum, ólöglegum ættleiðingum á börnum þeirra og jafnvel morðum sem og fjöldi mála presta vegna kynferðislegrar misnotkunar á konum og börnum, hefur hins vegar grafið mjög undan áhrifum hennar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×