Viðskipti innlent

Átelur drátt á endurheimt ríkisaðstoðar

Atli Ísleifsson skrifar
EFTA-dómstóllinn birti dóm sinn í dag.
EFTA-dómstóllinn birti dóm sinn í dag. Vísir/Getty
EFTA-dómstóllinn telur að íslenska ríkið hafi ekki endurheimt innan tilskilins tímafrests ríkisaðstoð við fimm fyrirtæki sem Eftirlitsstofnun EFTA taldi að gengju gegn EES samningnum.

EFTA-dómstóllinn birti dóm sinn í dag.

Í frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að íslensk stjórnvöld hafi unnið að lausn málsins á undanförnum mánuðum í samráði við umrædd fyrirtæki og sé stefnt að því að öllum fimm málunum verði lokið á allra næstu vikum.

„Um er að ræða ríkisaðstoð sem byggir á fjárfestingasamningum og er staða mála eftirfarandi:

Samningar við Kísilfélagið og Thorsil komust aldrei til framkvæmda og því voru aldrei veittir styrkir á grundvelli þeirra.

Máli vegna Verne er lokið og samkomulag hefur náðst í tilviki Becromal.

Samkomulag um endurheimtu á styrkjum til GMR Endurvinnslu er á lokastigum,“ segir í fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×