Erlent

Ástralar vilja draga úr spennu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá uppbygginu Kínverja á einni eyju í Suður-Kínahafi.
Frá uppbygginu Kínverja á einni eyju í Suður-Kínahafi. Vísir/EPA
Stjórnvöld Ástralíu hafa nú hvatt Kínverja til að hervæða ekki eyjar í Suður-Kínahafi. Kínverjar hafa nú komið fyrir loftvarnarskeytum á manngerðum eyjum í hafinu, sem þeir gera tilkall til. Bandaríkin hafa varað Kínverja við gefna eldflauganna.

Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, sagði blaðamönnum í dag að mikilvægt væri að Bandaríkin og Kína beittu alþjóðalögum til að binda endi á deilur sínar.

Hér má sjá upplýsingar um eldflaugarnar sem Kínverjar hafa komið fyrir.Vísir/GraphicNews.
Hann hvatti nærliggjandi þjóðir til að hætta að byggja eyjur og að hervæða þær. 

Kínverjar gera tilkall til nærri því alls hafsins og segja að upbygging eyja á svæðinu sé til að bjóða upp á þjónustu eins og björgun og leit. Þeir halda því einnig fram að þeir hafi rétt á því að byggja upp varnir á eyjum sínum, samkvæmt frétt AFP.

Önnur ríki eins og Brunei, Malasía, Filippseyjar, Tævan og Víetnam gera einnig tilkall til hafsvæðisins. Stór hluti flutningaskipa heimsins sigla um hafið og talið er að finna megi ríkar náttúruauðlindir þar. 


Tengdar fréttir

Umsvif Kínverja vekja hörð viðbrögð

Kínverskur loftvarnabúnaður á lítilli eyju á umdeildu hafsvæði í Suður-Kyrrahafi fer heldur betur fyrir brjóstið á nágrannaríkjunum. Mikill ágreiningur er um yfirráðarétt yfir þessu hafsvæði. Spennan fer vaxandi. Nágrannalöndin sak




Fleiri fréttir

Sjá meira


×