Ásmundur sat hjá í atkvæðagreiðslu um afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2015 10:20 Ásmundur Friðriksson vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í gær hjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi um breytingartillögu minnihlutans við fjárlög næsta árs varðandi afturvirkar hækkanir ellilífeyris-og örorkubóta. Í seinustu viku sagðist Ásmundur ætla að styðja slíkar hækkanir en áður hafði hann greitt atkvæði gegn sambærilegri breytingatillögu við fjáraukalög þessa árs. Lýsti hann því á Facebook-síðu sinni að það hefðu verið mistök og kom hann í viðtal í Bítið á Bylgjunni í kjölfarið þar sem hann sagðist hafa verið mikill baráttumaður aldraðra og öryrkja, en hefði verið málaður upp sem vondi kallinn. Það liði honum illa með. Ásmundur gerði grein fyrir atkvæði sínu á þingi í gær og ítrekaði þar skoðun sína um að kjör ellilífeyris-og örorkuþega þyrfti að bæta. „Það er stóra verkefnið framundan. Ég get því ekki greitt atkvæði gegn þessari tillögu. Sanngjörn krafa um afturvirkar bætur næst ekki fram en ég er fullviss um það að ríkur vilji er til þess að bæta kjör þessa hóps og það höfum við reyndar ríkulega gert. Sá vilji er mikilvægur og ég treysti stjórn okkar í meirihlutanum til frekari sóknar í kjarabaráttu fyrir þessa hópa og markmiðið um 300 þúsunda króna lágmarkslaun árið 2018 í augsýn. Með þessa hagsmuni að leiðarljósi sit ég því hjá við þessa atkvæðagreiðslu,“ sagði Ásmundur á þingi í gærkvöldi.Á eftir Ásmundi kom Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, í ræðustól og sagðist aðeins vilja minna þingmenn á að greiða atkvæði með sinni sannfæringu. Þá minnti hún einnig á drengskaparheit sem þingmenn sverja þegar þeir setjast á Alþingi. Ásta sagðist síðan styðja tillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir bóta.Breytingatillagan um afturvirkar hækkanir bóta var felld í atkvæðagreiðslunni um fjárlögin í gær, líkt og allar aðrar breytingatillögur minnihlutans. Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 Stjórnarmeirihlutinn felldi kjarabætur aldraðra Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. 11. desember 2015 07:00 Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Ásmundur Friðriksson segist hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn breytingartillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir ellilífeyris og örorkubóta. 11. desember 2015 09:31 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í gær hjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi um breytingartillögu minnihlutans við fjárlög næsta árs varðandi afturvirkar hækkanir ellilífeyris-og örorkubóta. Í seinustu viku sagðist Ásmundur ætla að styðja slíkar hækkanir en áður hafði hann greitt atkvæði gegn sambærilegri breytingatillögu við fjáraukalög þessa árs. Lýsti hann því á Facebook-síðu sinni að það hefðu verið mistök og kom hann í viðtal í Bítið á Bylgjunni í kjölfarið þar sem hann sagðist hafa verið mikill baráttumaður aldraðra og öryrkja, en hefði verið málaður upp sem vondi kallinn. Það liði honum illa með. Ásmundur gerði grein fyrir atkvæði sínu á þingi í gær og ítrekaði þar skoðun sína um að kjör ellilífeyris-og örorkuþega þyrfti að bæta. „Það er stóra verkefnið framundan. Ég get því ekki greitt atkvæði gegn þessari tillögu. Sanngjörn krafa um afturvirkar bætur næst ekki fram en ég er fullviss um það að ríkur vilji er til þess að bæta kjör þessa hóps og það höfum við reyndar ríkulega gert. Sá vilji er mikilvægur og ég treysti stjórn okkar í meirihlutanum til frekari sóknar í kjarabaráttu fyrir þessa hópa og markmiðið um 300 þúsunda króna lágmarkslaun árið 2018 í augsýn. Með þessa hagsmuni að leiðarljósi sit ég því hjá við þessa atkvæðagreiðslu,“ sagði Ásmundur á þingi í gærkvöldi.Á eftir Ásmundi kom Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, í ræðustól og sagðist aðeins vilja minna þingmenn á að greiða atkvæði með sinni sannfæringu. Þá minnti hún einnig á drengskaparheit sem þingmenn sverja þegar þeir setjast á Alþingi. Ásta sagðist síðan styðja tillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir bóta.Breytingatillagan um afturvirkar hækkanir bóta var felld í atkvæðagreiðslunni um fjárlögin í gær, líkt og allar aðrar breytingatillögur minnihlutans.
Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 Stjórnarmeirihlutinn felldi kjarabætur aldraðra Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. 11. desember 2015 07:00 Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Ásmundur Friðriksson segist hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn breytingartillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir ellilífeyris og örorkubóta. 11. desember 2015 09:31 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23
Stjórnarmeirihlutinn felldi kjarabætur aldraðra Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. 11. desember 2015 07:00
Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Ásmundur Friðriksson segist hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn breytingartillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir ellilífeyris og örorkubóta. 11. desember 2015 09:31