Handbolti

Þriggja marka tap FH-inga í Slóvakíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Rafnsson og félagar þurfa að gera betur í seinni leiknum gegn Tatran Presov.
Ísak Rafnsson og félagar þurfa að gera betur í seinni leiknum gegn Tatran Presov. vísir/stefán
FH tapaði með þriggja marka mun fyrir Tatran Presov, 24-21, í fyrri leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í Slóvakíu í kvöld. Staðan í hálfleik var jöfn, 11-11.

FH spilaði fínan varnarleik í leiknum í kvöld en sóknarleikurinn klikkaði. Þá var markvörður heimamanna í miklum ham og varði um helming þeirra skota sem hann fékk á sig.

Það hjálpaði FH-ingum heldur ekki til að í stöðunni 22-20 var fullkomlega löglegt mark dæmt af Óðni Þór Ríkharðssyni.

Einar Rafn Eiðsson var markahæstur í liði FH með átta mörk. Arnar Freyr Ársælsson kom næstur með fjögur mörk.

Seinni leikur liðanna fer fram í Kaplakrika eftir viku.

Mörk FH:

Einar Rafn Eiðsson 8, Arnar Freyr Ársælsson 4, Jóhann Karl Reynisson 2, Jón Bjarni Ólafsson 2, Ísak Rafnsson 2, Óðinn Þór Ríkharðsson 2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×