Enski boltinn

Oscar búinn að tryggja sér Kínagullið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oscar er orðinn leikmaður kínverska liðsins Shanghai SIPG en félagið hefur staðfest að það hafi náð samkomulagi við Chelsea um kaup á leikmanninum.

Oscar verður þó ekki endanlega löglegur með Shanghai SIPG fyrr en að félagsskiptaglugginn opnar í janúarmánuði.

Oscar hefur leikið með Chelsea frá 2012 þegar Lundúnafélagið keypti hann á 25 milljónir frá Internacional. Kínverska félagið borgar nú í kringum 60 milljónir punda fyrir hann eða 8,4 milljarða íslenskra króna.

Oscar skoraði 38 mörk í 203 leikjum fyrir Chelsea en hann er enn bara 25 ára gamall og ætti að eiga sín bestu ár eftir.

Oscar er án vafa að elta peningana til Kína en samkvæmt fréttum fjölmiðla þá mun hann fá 400 þúsund pund í vikulaun hjá Shanghai SIPG eða 56 milljónir íslenskra króna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×