Enski boltinn

Mourinho á leiðinni í tveggja leikja bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho kvartar rétt áður en hann var sendur upp í stúku.
Mourinho kvartar rétt áður en hann var sendur upp í stúku. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, var sendur upp í stúku í annað sinn í síðustu þremur heimaleikjum United í gær.

Mourinho sparkaði í vatnsbrúsa á hliðarlínunni í fyrri hálfleik í leik United og West Ham. Það gat dómarinn ekki þolað og henti Portúgalanum upp í stúku.

Mourinho var mjög reiður og neitaði að tala við fjölmiðla eftir leikinn. Honum var einnig hent upp í stúku er United gerði markalaust jafntefli gegn Burnley í síðasta mánuði.

Mourinho brjálaðist í gær er Paul Pogba fékk gult spjald fyrir dýfu. Það duldist þó engum að Jon Moss dómari gerði rétt í því að spjalda Pogba.

Portúgalinn skapbráði fékk eins leiks bann síðast er hann var sendur upp í stúku og hann á von á tveggja leikja banni núna.

Jafntefli United í gær var fjórða jafntefli liðsins á heimavelli í röð í deildinni. Byrjun United á tímabilinu er sú versta síðan leiktíðina 1989-90.


Tengdar fréttir

Mourinho rekinn upp í stúku

Jose Mourinho var rekinn upp í stúku af Jonathan Moss dómara í leiknum gegn West Ham sem nú er í gangi í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×