Fótbolti

Markalaust í Prag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þessi tilþrif skiluðu ekki marki frekar en önnur í leiknum í Prag.
Þessi tilþrif skiluðu ekki marki frekar en önnur í leiknum í Prag. vísir/getty
Ekkert mark var skorað þegar Tékkland og N-Írland mættust í Prag í undankeppni HM 2018 í kvöld.

Gestirnir eru eflaust sáttari með stigið en þeir vörðust af krafti í leiknum.

Tékkar sóttu meira en fundu ekki leiðir í gegnum n-írsku vörnina. Raunar áttu heimamenn aðeins eitt skot á markið í öllum leiknum.

Liðin eru bæði með eitt stig í C-riðli. Tveir aðrir leikir fóru fram í þessum riðli í dag; Þjóðverjar unnu 0-3 sigur á Norðmönnum og Aserbaídsjan bar sigurorð af San Marinó með einu marki gegn engu.


Tengdar fréttir

Þjálfari Kósovó veit ekki hvaða leikmenn hann má nota

Albert Bunjaki, þjálfari Kósovó, er í erfiðri stöðu. Hann veit nefnilega ekki hvaða leikmenn hann getur notað í leiknum gegn Finnlandi á morgun en þessi lið eru með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×