Fótbolti

Spilaði ekki mínútu á EM en er samt í 25. sæti yfir bestu knattspyrnumenn Evrópu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Will Grigg er sjóðandi heitur eins og segir í laginu.
Will Grigg er sjóðandi heitur eins og segir í laginu. vísir/getty
Norðurírski framherjinn Will Grigg sem sló í gegn á EM í Frakklandi, þrátt fyrir að hafa ekki spilað mínútu á mótinu, er í 25. sæti á listanum yfir bestu knattspyrnumenn Evrópu sem var gefinn út í dag.

Grigg, sem leikur með Wigan Athletic, var á allra vörum á EM, en lagið um þennan 25 ára framherja sló svo sannarlega í gegn í Frakklandi.

Sjá einnig: Spilaði ekki mínútu á EM en ertu að grínast með móttökurnar | Myndband

Blaðamenn frá öllum 55 aðildalöndum UEFA skiluðu inn fimm manna lista yfir þá sem þeir teldu vera bestu leikmenn Evrópu tímabilið 2015-16.

Kosið verður á milli þeirra 10 efstu í kjörinu en besti knattspyrnumaður Evrópu verður tilkynntur við hátíðlega athöfn í Mónakó 27. ágúst.

Evrópumeistarar Portúgals eiga tvo fulltrúa á listanum, Cristiano Ronaldo og Pepe. Sá fyrrnefndi fékk verðlaun sem besti knattspyrnumaður Evrópu 2014 og það verður að teljast ansi líklegt að hann fái þau aftur í ár.

Sigurvegarinn frá því í fyrra, Lionel Messi, er einnig á 10 manna listanum ásamt Luis Suárez, Antoine Griezmann, Manuel Neuer, Thomas Müller, Toni Kroos, Gianluigi Buffon og Gareth Bale.


Tengdar fréttir

Sara Björk sú nítjánda besta í Evrópu

Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Wolfsburg og íslenska landsliðsins, er í 19. sæti á lista UEFA yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu tímabilið 2015-16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×