Lífið

Íbúar fá afslátt á tónleika Justins

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari Senu segir íbúanna þá einu sem fá afslátt á tónleikana.
Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari Senu segir íbúanna þá einu sem fá afslátt á tónleikana. fréttablaðið/arnþór

„Þetta er eina fólkið í heiminum sem fær afslátt á tónleikana,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari Senu. Íbúum í grennd við Kórinn þar sem tónleikar Justins Timberlake fara fram þann 24. ágúst næstkomandi hefur borist bréf sem í segir að þeir fái 20 prósenta afslátt af miðum á tónleika Justins.

„Afslátturinn er fyrir þá sem búa næst Kórnum og verða óhjákvæmilega fyrir truflun á tónleikadag,“ bætir Ísleifur við. Þeir sem fá afsláttinn geta notað hann í dag frá klukkan 10.00 til 17.00 og er hann fyrir allt að fjórum miðum í stæði, á hvert heimili.

Justin Timberlake vísir/getty

Afslátturinn var samþykktur af fólki Justins. „Þetta er gert með samþykki erlendu aðilana og þetta er eina fólkið sem fær afslátt. Það eru engir boðsmiðar eða þess háttar í umferð.“

Það fólk sem sér um samgöngu- og umferðarmálin í tengslum við tónleikana fór yfir kort og reiknuðu þar út hvaða íbúar verða fyrir óhjákvæmilegri truflun á tónleikadag.

Í gær seldust miðar í forsölu fyrir aðdáendaklúbb Justins upp á um tuttugu mínútum. Í dag klukkan 10.00 hefst önnur forsala á vegum Vodafone og Wow Air og stendur hún til klukkan 17.00 eða þar til miðar hafa klárast. Almenn miðasala hefst á Miði.is á morgun klukkan 10.00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.