„Afslátturinn er fyrir þá sem búa næst Kórnum og verða óhjákvæmilega fyrir truflun á tónleikadag,“ bætir Ísleifur við. Þeir sem fá afsláttinn geta notað hann í dag frá klukkan 10.00 til 17.00 og er hann fyrir allt að fjórum miðum í stæði, á hvert heimili.

Það fólk sem sér um samgöngu- og umferðarmálin í tengslum við tónleikana fór yfir kort og reiknuðu þar út hvaða íbúar verða fyrir óhjákvæmilegri truflun á tónleikadag.
Í gær seldust miðar í forsölu fyrir aðdáendaklúbb Justins upp á um tuttugu mínútum. Í dag klukkan 10.00 hefst önnur forsala á vegum Vodafone og Wow Air og stendur hún til klukkan 17.00 eða þar til miðar hafa klárast. Almenn miðasala hefst á Miði.is á morgun klukkan 10.00.