Vanhæfur saksóknari - vond ákæra Einar Steingrímsson skrifar 12. janúar 2011 06:00 Það er nöturlegt að í einu af fyrstu sakamálunum í kjölfar hrunsins, þar sem aðalmeðferð fer fram í næstu viku, eru það ekki hrunvaldar sem dregnir eru fyrir dóm heldur níu mótmælendur, ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn. Lára V. Júlíusdóttir er settur saksóknari í Nímenningamálinu. Hún tók að sér starfið þótt hún hafi talsverð tengsl við Alþingi, sem er meintur brotaþoli. Lára sat á Alþingi (sem varamaður) á árunum 1987-90, og hún er kjörin af Alþingi sem formaður bankaráðs Seðlabankans. Lára skrifaði líka skrifstofustjóra Alþingis og "pantaði" kæru vegna húsbrots, því annars væri ekki hægt að ákæra fyrir það. Það er því fráleitt að segja að hún sé óháð Alþingi. Ef til vill veldur ofangreint ekki því að Lára sé sjálfkrafa vanhæf, en samkvæmt lögum er saksóknari vanhæfur ef "fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa." Þar sem hér er um ákaflega umdeilt mál að ræða var vanhugsað af Láru að taka það að sér; grunsemdirnar um að hún sé fyrirfram hliðholl öðrum málsaðila munu aldrei hverfa, og það mun veikja traust almennings á réttarkerfinu. Það bætir ekki úr skák að Lára ákvað, í trássi við niðurstöðu lögreglurannsóknar á málinu, að ákæra á grundvelli 100. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um tilraunir til valdaráns, enda eru viðurlög að lágmarki eins árs fangelsi. Þessi ákæra er glórulaus, enda ljóst að ekkert slíkt vakti fyrir sakborningum, hvað þá að þeir hafi haft nokkra möguleika á að ógna "sjálfræði" Alþingis. Það er erfitt að sjá þessa ákæru sem annað en heiftarlega árás ríkisvaldsins á frelsi til mótmæla, enda er ákæran sjálf til þess fallin að hræða fólk frá því að neyta mótmælaréttar síns. Yrði sakfellt verður það eitt ljótasta dómsmorðið í íslenskri réttarsögu. Lára hefði aldrei átt að taka að sér saksókn í málinu vegna vanhæfis síns. Úr því sem komið er getur hún bara gert eitt til að forðast að setja ljótan blett á íslenska réttarkerfið, nefnilega að draga ákærurnar til baka. Geri hún það ekki mun þetta mál varpa ævarandi skugga á lögmannsheiður hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er nöturlegt að í einu af fyrstu sakamálunum í kjölfar hrunsins, þar sem aðalmeðferð fer fram í næstu viku, eru það ekki hrunvaldar sem dregnir eru fyrir dóm heldur níu mótmælendur, ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn. Lára V. Júlíusdóttir er settur saksóknari í Nímenningamálinu. Hún tók að sér starfið þótt hún hafi talsverð tengsl við Alþingi, sem er meintur brotaþoli. Lára sat á Alþingi (sem varamaður) á árunum 1987-90, og hún er kjörin af Alþingi sem formaður bankaráðs Seðlabankans. Lára skrifaði líka skrifstofustjóra Alþingis og "pantaði" kæru vegna húsbrots, því annars væri ekki hægt að ákæra fyrir það. Það er því fráleitt að segja að hún sé óháð Alþingi. Ef til vill veldur ofangreint ekki því að Lára sé sjálfkrafa vanhæf, en samkvæmt lögum er saksóknari vanhæfur ef "fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa." Þar sem hér er um ákaflega umdeilt mál að ræða var vanhugsað af Láru að taka það að sér; grunsemdirnar um að hún sé fyrirfram hliðholl öðrum málsaðila munu aldrei hverfa, og það mun veikja traust almennings á réttarkerfinu. Það bætir ekki úr skák að Lára ákvað, í trássi við niðurstöðu lögreglurannsóknar á málinu, að ákæra á grundvelli 100. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um tilraunir til valdaráns, enda eru viðurlög að lágmarki eins árs fangelsi. Þessi ákæra er glórulaus, enda ljóst að ekkert slíkt vakti fyrir sakborningum, hvað þá að þeir hafi haft nokkra möguleika á að ógna "sjálfræði" Alþingis. Það er erfitt að sjá þessa ákæru sem annað en heiftarlega árás ríkisvaldsins á frelsi til mótmæla, enda er ákæran sjálf til þess fallin að hræða fólk frá því að neyta mótmælaréttar síns. Yrði sakfellt verður það eitt ljótasta dómsmorðið í íslenskri réttarsögu. Lára hefði aldrei átt að taka að sér saksókn í málinu vegna vanhæfis síns. Úr því sem komið er getur hún bara gert eitt til að forðast að setja ljótan blett á íslenska réttarkerfið, nefnilega að draga ákærurnar til baka. Geri hún það ekki mun þetta mál varpa ævarandi skugga á lögmannsheiður hennar.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun