Innlent

Sjö hæstaréttarlögmenn hvetja til þess að Icesave verði fellt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, er einn þeirra sem skrifar greinina.
Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, er einn þeirra sem skrifar greinina.
Sjö hæstaréttarlögmenn skrifa grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag til að hvetja Íslendinga til þess að fella Icesave lögin.

Í greininni varpa þeir fram þeirrri spurningu hvers vegna Bretar og Hollendingar hafi ekki þegar stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm til greiðslu á kröfunum fyrst þeir telji að Íslendingum beri að borga. Svarið sé það að þjóðirnar viti að þær myndu að öllum líkindum tapa slíkum málum.

„Þær vita að þær munu ekki ná fram kröfum sínum á hendur íslensku þjóðinni nema hún taki á sig skuldbindingar til að greiða með samningi," segja lögmennirnir Brynjar Níelsson, Björgvin Þorsteinsson, Haukur Örn Birgisson, Jón Jónsson, Reimar Pétursson, Tómas Jónsson og Þorsteinn Einarsson.

Lögmennirnir hafa skrifað tólf greinar til viðbótar sem allar verða birtar á næstu dögum.


Tengdar fréttir

Þeir myndu tapa fyrir dómi

Af hverju hafa Bretar og Hollendingar ekki stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm til greiðslu á Icesave-kröfunum fyrst þeir telja okkur eiga að borga?



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×