Öfunduð af því að vera nálægt söngvara Hurts Sara McMahon skrifar 22. nóvember 2010 16:00 Anna Þóra Alfreðsdóttir fyrirsæta leikur í nýju myndbandi hljómsveitarinnar Hurts. Þetta verður þá í annað sinn sem hún kemur fram í myndbandi sveitarinnar; áður lék hún í myndbandinu við lagið Stay. Fréttablaðið/Vilhelm Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, leikur í nýju myndbandi hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Anna Þóra flaug til London á föstudag og dvaldi í borginni þar til í gær. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi Hurts en hún fór einnig með aðalhlutverkið í myndbandi lagsins Stay ásamt söngvaranum Theo Hutchcraft. Myndbandið var tekið upp hér á landi í september síðastliðnum. Hægt er að sjá það í spilaranum neðst í fréttinni. Nýja myndbandið sem Anna Þóra leikur í er aftur á móti við jólalag sem hljómsveitin hyggst gefa út á næstunni. „Hlutirnir gerðust mjög hratt þegar við tókum upp fyrra myndbandið. Ég fékk hringingu á fimmtudegi og var beðin um að koma í prufu og tökurnar fóru svo fram á laugardegi. Ég og Theo hittumst kvöldið áður til þess að kynnast aðeins og þá fékk ég líka að heyra lagið í fyrsta sinn," segir Anna Þóra. Hún ber Hutchcraft og Adam Anderson, hinum meðlimi tvíeykisins, vel söguna og segir þá afskaplega viðkunnanlega og sjarmerandi. „Ég kynntist þeim mjög vel við tökurnar og við Theo höfum verið í reglulegu sambandi eftir það. Hann er mjög indæll og bauð til dæmis mér og vinkonum mínum á Airwaves-hátíðina, sem mér fannst mjög fallega gert." Hutchcraft þykir afskaplega myndarlegur piltur og er vinsæll hjá ungum stúlkum víða um heim og því hljóta margar að öfunda Önnu Þóru af vinskapnum við hann. „Ja, ég hef lesið athugasemdir við myndbandið á Youtube þar sem stelpur lýsa því yfir að þær öfundi mig á því að fá að vera nálægt honum," segir hún hlæjandi. Anna Þóra stundar nám í tannlækningum og hefur engar áhyggjur af því að fara út svona stuttu fyrir próf. „Þetta var svo skemmtilegt tilboð og ég hef fulla trú á því að ég rúlli önninni upp. Ég stend það vel að vígi," segir hún að lokum glaðlega. Tengdar fréttir Ástin er bara í myndböndunum Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljómsveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. 6. desember 2010 10:00 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, leikur í nýju myndbandi hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Anna Þóra flaug til London á föstudag og dvaldi í borginni þar til í gær. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi Hurts en hún fór einnig með aðalhlutverkið í myndbandi lagsins Stay ásamt söngvaranum Theo Hutchcraft. Myndbandið var tekið upp hér á landi í september síðastliðnum. Hægt er að sjá það í spilaranum neðst í fréttinni. Nýja myndbandið sem Anna Þóra leikur í er aftur á móti við jólalag sem hljómsveitin hyggst gefa út á næstunni. „Hlutirnir gerðust mjög hratt þegar við tókum upp fyrra myndbandið. Ég fékk hringingu á fimmtudegi og var beðin um að koma í prufu og tökurnar fóru svo fram á laugardegi. Ég og Theo hittumst kvöldið áður til þess að kynnast aðeins og þá fékk ég líka að heyra lagið í fyrsta sinn," segir Anna Þóra. Hún ber Hutchcraft og Adam Anderson, hinum meðlimi tvíeykisins, vel söguna og segir þá afskaplega viðkunnanlega og sjarmerandi. „Ég kynntist þeim mjög vel við tökurnar og við Theo höfum verið í reglulegu sambandi eftir það. Hann er mjög indæll og bauð til dæmis mér og vinkonum mínum á Airwaves-hátíðina, sem mér fannst mjög fallega gert." Hutchcraft þykir afskaplega myndarlegur piltur og er vinsæll hjá ungum stúlkum víða um heim og því hljóta margar að öfunda Önnu Þóru af vinskapnum við hann. „Ja, ég hef lesið athugasemdir við myndbandið á Youtube þar sem stelpur lýsa því yfir að þær öfundi mig á því að fá að vera nálægt honum," segir hún hlæjandi. Anna Þóra stundar nám í tannlækningum og hefur engar áhyggjur af því að fara út svona stuttu fyrir próf. „Þetta var svo skemmtilegt tilboð og ég hef fulla trú á því að ég rúlli önninni upp. Ég stend það vel að vígi," segir hún að lokum glaðlega.
Tengdar fréttir Ástin er bara í myndböndunum Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljómsveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. 6. desember 2010 10:00 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Ástin er bara í myndböndunum Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljómsveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. 6. desember 2010 10:00