Innlent

Vilhjálmur vill annan matseðil

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhjálmur segir að þær hugmyndir sem nefndar eru í Morgunblaðinu séu einskonar matseðill að skattahækkunum. Sjálfur vill hann hins vegar sjá niðurskurð á opinberum útgjöldum. Mynd/ Vilhelm.
Vilhjálmur segir að þær hugmyndir sem nefndar eru í Morgunblaðinu séu einskonar matseðill að skattahækkunum. Sjálfur vill hann hins vegar sjá niðurskurð á opinberum útgjöldum. Mynd/ Vilhelm.
Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á það að skattar verði ekki hækkaðir heldur opinber útgjöld lækkuð til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum fyrir næsta fjárlagaár, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Morgunblaðið sagði í dag frá því að ríkisstjórnin hyggðist hækka skatta. Þar væri hugsað til hækkunar fjármagnstekjuskatts, tekjuskatts fyrirtækja, auðlegðarskatts, erfðafjárskatts og umhverfis- og auðlindagjalds. Jafnframt lægju fyrir tillögur um sérstakan bankaskatt.

Óljóst hvaða skatta ætti að hækka„Þetta plagg sem vísað er til er svona einskonar matseðill, þar sem vísað er í hugmyndir um hækkun hinna ýmsu skatta," segir Vilhjálmur. Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um það hversu mikið ætti að hækka skatta eða hvaða skattahækkanir ættu að ganga fram. Vilhjálmur bendir á að skattar hafi verið hækkaðir ríflega fyrir árið í ár og því væri eðlilegra að líta til lækkunnar opinberra útgjalda fyrir næsta fjárlagaár. Vilhjálmur segist hingað til hafa litið svo á að þetta væru einmitt markmið ríkisstjórnarinnar.

Bjart framundan Vilhjálmur segir að auk þess sem það þurfi að aðlaga tekjur og útgjöld fyrir næsta fjárlagaár hafi hingað til verið litið svo á að slík aðlögun upp á allt að 30 milljarða þyrfti að eiga sér stað fyrir árin 2012 og 2013. Nú sé, þrátt fyrir allt, ákveðinn meðbyr í efnahagslífinu og störfum að fjölga. Það sé vísbending um að staða efnahagslífsins sé betri en áður var talið. Möguleiki sé á hagvexti á næsta ári ef menn stuðli að því að stórar fyrirhugaðar fjárfestingar í atvinnulífinu og opinberum framkvæmdum fari af stað. Verði þetta raunin sé sú aðlögun í ríkisfjármálum sem áður var talið að þyrfti að eiga sér stað fyrir árin 2012 og 2013 ekki lengur nauðsynleg. „Þá væri nóg að lækka útgjöld fyrir árið 2011 og við værum svo komin fyrir vind í ríkisfjármálum," segir Vilhjálmur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×