AGS bannar ríkinu að taka lán í vegagerð 9. júní 2010 05:30 Ríkið mun leggja fram 20 milljónir í hlutafélag sem á að stofna 1. október og síðan á að ráðast í framkvæmdir fyrir 6-7 milljarða á ári næstu ár með lánsfé frá lífeyrissjóðunum. Önnur leið er ekki fær vegna skilyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir þingmaður. Mynd/GVA Vegatollar verða innheimtir til að kosta tvöföldun Suðurlandsvegar, Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar á næstu fjórum árum verði frumvarp sem samgönguráðherra mælti fyrir á Alþingi í fyrrakvöld að lögum. Lífeyrissjóðirnir munu lána fyrir framkvæmdum sem nema um sex til sjö milljörðum króna á ári næstu fjögur ár. Stofnað verður opinbert hlutafélag til að halda utan um framkvæmdirnar, sem á að ljúka 2014. Þessi aðferð er nauðsynleg þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) fellst ekki á að lán vegna skuldbindinga við þessar framkvæmdir verði færðar í bækur ríkissjóðs, sagði Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við umræðurnar. Fyrsta umræða um málið fór fram á ellefta tímanum á mánudagskvöld. Í framsögu Kristjáns L. Möller samgönguráðherra kom fram að í ár væri búið að ákveða vegaframkvæmdir fyrir 11,5 milljarða króna en aðeins fyrir 1,5 milljarða á næsta ári og 500 milljónir árið 2012. Með stofnun opinbers hlutafélags, sem tæki til starfa í október í haust, mætti auka framkvæmdir og örva atvinnulífið. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks og einn frá Samfylkingu ræddu málið við ráðherrann. Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, taldi að það hefðu einhvern tímann þótt mikil pólitísk tíðindi að ríkisstjórn með aðild VG, legði fyrir Alþingi frumvarp um að innheimta veggjöld af almenningi. Anna Margrét Guðjónsdóttir, Samfylkingu, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, gerðu athugasemdir við að reisa ætti „tollmúra umhverfis höfuðborgina en láta aðra landshluta njóta góðs af því að framkvæmdir þar eru kostaðar af ríkissjóði," eins og Anna Margrét komst að orði. Ragnheiður Elín nefndi að kanna ætti möguleika á að innheimta jafnframt veggjöld í Héðinsfjarðargöngum og Bolungarvíkurgöngum. Framkvæmdum þar er að ljúka á kostnað ríkissjóðs og án ráðgerðra veggjalda. „Í mínum huga er það grundvallaratriði að gæta jafnræðis í þessum efnum," sagði Anna Margrét, sem þó lýsti stuðningi við frumvarp flokksbróður síns, samgönguráðherrans: „Aðstæður eru nú með með þeim hætti að við þurfum að styðjast við bjargráð sem eru ekki endilega efst á óskalistanum." Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Vegatollar verða innheimtir til að kosta tvöföldun Suðurlandsvegar, Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar á næstu fjórum árum verði frumvarp sem samgönguráðherra mælti fyrir á Alþingi í fyrrakvöld að lögum. Lífeyrissjóðirnir munu lána fyrir framkvæmdum sem nema um sex til sjö milljörðum króna á ári næstu fjögur ár. Stofnað verður opinbert hlutafélag til að halda utan um framkvæmdirnar, sem á að ljúka 2014. Þessi aðferð er nauðsynleg þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) fellst ekki á að lán vegna skuldbindinga við þessar framkvæmdir verði færðar í bækur ríkissjóðs, sagði Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við umræðurnar. Fyrsta umræða um málið fór fram á ellefta tímanum á mánudagskvöld. Í framsögu Kristjáns L. Möller samgönguráðherra kom fram að í ár væri búið að ákveða vegaframkvæmdir fyrir 11,5 milljarða króna en aðeins fyrir 1,5 milljarða á næsta ári og 500 milljónir árið 2012. Með stofnun opinbers hlutafélags, sem tæki til starfa í október í haust, mætti auka framkvæmdir og örva atvinnulífið. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks og einn frá Samfylkingu ræddu málið við ráðherrann. Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, taldi að það hefðu einhvern tímann þótt mikil pólitísk tíðindi að ríkisstjórn með aðild VG, legði fyrir Alþingi frumvarp um að innheimta veggjöld af almenningi. Anna Margrét Guðjónsdóttir, Samfylkingu, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, gerðu athugasemdir við að reisa ætti „tollmúra umhverfis höfuðborgina en láta aðra landshluta njóta góðs af því að framkvæmdir þar eru kostaðar af ríkissjóði," eins og Anna Margrét komst að orði. Ragnheiður Elín nefndi að kanna ætti möguleika á að innheimta jafnframt veggjöld í Héðinsfjarðargöngum og Bolungarvíkurgöngum. Framkvæmdum þar er að ljúka á kostnað ríkissjóðs og án ráðgerðra veggjalda. „Í mínum huga er það grundvallaratriði að gæta jafnræðis í þessum efnum," sagði Anna Margrét, sem þó lýsti stuðningi við frumvarp flokksbróður síns, samgönguráðherrans: „Aðstæður eru nú með með þeim hætti að við þurfum að styðjast við bjargráð sem eru ekki endilega efst á óskalistanum."
Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira