Viðskipti innlent

Holskefla af nauðungarsölum að ríða yfir almenning

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Holskefla af nauðungarsölum er að ríða yfir núna, segir Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Frestur nauðungarsalna sé útrunninn hjá þeim sem óskuðu eftir honum um leið og lögin tóku gildi.

Eins og fram kom í síðustu viku höfðu 205 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík í lok ágúst. Þar með höfðu næstum jafnmargir misst fasteignir á nauðungarsölu í Reykjavík fyrstu átta mánuði þessa árs - og allt árið í fyrra.

Sprenging varð í nauðungarsölum hjá sýslumanninum í sumar þegar 141 fasteign var boðin upp og seld. Marinó G. Njálsson segir nokkurn misskilning á kreiki um lögin sem kváðu á um frestun á nauðungarsölum.

Marinó segir stjórnvöld enda bara hafa frestað skuldavanda fólks og fyrirtækja, en ekki reynt að leysa hann. Þvert á móti hafi stjórnvöld í raun lagt blessun sína yfir það að fjármálafyrirtæki leysi til sín eignir fólks og fyrirtækja, sem séu fórnarlömb fjárglæfra þessara sömu fjármálafyrirtækja.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×