Vilja rukka netnotendur 8. október 2010 01:30 Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) vill sporna við ólöglegu niðurhali á tónlist hér á landi með því að leggja meðal annars gjöld á nettengingar. Gjöldin myndu gefa notendum aðgang að tónlist á netinu með löglegum hætti og fara í sameiginlegan sjóð sem yrði síðan útdeilt til höfundarréttarhafa. Hugmyndirnar voru kynntar á fundi sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Þar voru viðstaddir fulltrúar þeirra sem koma að útgáfu og dreifingu tónlistar, höfundarrétthafa og fjarskiptafyrirtækja. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri STEFs, kynnti hugmyndina á fundinum, þar sem meðal annars kom fram að lögreglueftirlit með ólöglegu niðurhali tónlistar væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Að hans mati bæri fjarskiptafyrirtækjum siðferðisleg skylda til þess að aðstoða rétthafa við að fá endurgjald fyrir afnot af verkum sínum. Viðræðurnar væru þó á frumstigi, sem og útfærsla hugmyndarinnar. „Við sem tókum þátt í þessum viðræðum viljum gera þetta á sem einfaldastan hátt, þannig að almenningi verði tryggt að njóta tónlistar á löglegan hátt," segir Eiríkur. Hugmyndin gangi út á hóflegt gjald sem notendum bæri að greiða og myndu þeir þar með fá heimild til að nálgast tónlist á lögmætan hátt á netinu í gegnum sérstakt vefsvæði. Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri Samfélags, fjölskyldu og tækni (SAFT), telur að aukagjöld ofan á nettengingar séu óréttlát gagnvart þeim sem ekki séu að hala niður tónlist ólöglega. „Ég er ekki viss um að þetta eigi eftir að fá góðan hljómgrunn," segir Guðberg. „Við vitum samkvæmt okkar rannsóknum að meirihluti fólks er að hlaða niður efni af netinu og það hlutfall mun ekkert minnka." Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, tekur undir orð Guðbergs og telur vænlegra til árangurs að hafa áhrif á hegðun notenda. „Það er auðvitað ekki hlutverk fjarskiptafyrirtækja að vera löggæsluaðili í þessu samhengi. Við getum ekki borið ábyrgð á því sem fólk segir í símana sína eða hvað það gerir á internetinu," segir Hrannar. „Eina varanlega lausnin er að stuðla að breyttri hegðun með samstilltu átaki og það er vel mögulegt." sunna@frettabladid.is Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) vill sporna við ólöglegu niðurhali á tónlist hér á landi með því að leggja meðal annars gjöld á nettengingar. Gjöldin myndu gefa notendum aðgang að tónlist á netinu með löglegum hætti og fara í sameiginlegan sjóð sem yrði síðan útdeilt til höfundarréttarhafa. Hugmyndirnar voru kynntar á fundi sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Þar voru viðstaddir fulltrúar þeirra sem koma að útgáfu og dreifingu tónlistar, höfundarrétthafa og fjarskiptafyrirtækja. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri STEFs, kynnti hugmyndina á fundinum, þar sem meðal annars kom fram að lögreglueftirlit með ólöglegu niðurhali tónlistar væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Að hans mati bæri fjarskiptafyrirtækjum siðferðisleg skylda til þess að aðstoða rétthafa við að fá endurgjald fyrir afnot af verkum sínum. Viðræðurnar væru þó á frumstigi, sem og útfærsla hugmyndarinnar. „Við sem tókum þátt í þessum viðræðum viljum gera þetta á sem einfaldastan hátt, þannig að almenningi verði tryggt að njóta tónlistar á löglegan hátt," segir Eiríkur. Hugmyndin gangi út á hóflegt gjald sem notendum bæri að greiða og myndu þeir þar með fá heimild til að nálgast tónlist á lögmætan hátt á netinu í gegnum sérstakt vefsvæði. Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri Samfélags, fjölskyldu og tækni (SAFT), telur að aukagjöld ofan á nettengingar séu óréttlát gagnvart þeim sem ekki séu að hala niður tónlist ólöglega. „Ég er ekki viss um að þetta eigi eftir að fá góðan hljómgrunn," segir Guðberg. „Við vitum samkvæmt okkar rannsóknum að meirihluti fólks er að hlaða niður efni af netinu og það hlutfall mun ekkert minnka." Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, tekur undir orð Guðbergs og telur vænlegra til árangurs að hafa áhrif á hegðun notenda. „Það er auðvitað ekki hlutverk fjarskiptafyrirtækja að vera löggæsluaðili í þessu samhengi. Við getum ekki borið ábyrgð á því sem fólk segir í símana sína eða hvað það gerir á internetinu," segir Hrannar. „Eina varanlega lausnin er að stuðla að breyttri hegðun með samstilltu átaki og það er vel mögulegt." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira