ESB vill að ríki séu undirbúin fyrir aðild 27. nóvember 2010 08:30 Graham Avery telur að nýju ríkisstjórnirnar í Hollandi og Bretlandi vilji ljúka við Icesave-málið sem fyrst til að „kasta ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna“ milli Íslands og ESB. Mynd/Anton Brink Það er misskilningur sem heyrist á Íslandi að fara þurfi í grundvallarbreytingar í stjórnsýslu áður en gengið er í ESB, að sögn Grahams Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB. Avery, sem er ráðgjafi European Policy Center í Brussel, hélt í gær fyrirlestur hjá Alþjóðamálastofnun. Hann hefur starfað að stækkunarmálum sambandsins um árabil: fyrir Breta þegar þeir gengu inn og fyrir ESB þegar önnur ríki gengu inn síðar. „Það sem ESB þarf frá umsóknarríki er trúverðug skuldbinding, áætlun um að frá fyrsta degi aðildar verði hægt að framfylgja sameiginlegu reglunum. ESB er ekki að biðja um og hefur engan beðið um að framfylgja þessum reglum áður en viðræður klárast,“ segir hann í viðtali við blaðið. Íslendingar njóti trúverðugleika í þessum efnum vegna reynslunnar af EES. „Því held ég að þetta sé misskilningur að þið þurfið að setja upp strúktúr í stjórnsýslu og láta hann virka áður en hann er nauðsynlegur. Í raun er ekki hægt að framfylgja sameiginlegu landbúnaðarstefnunni eða fiskveiðistefnunni áður en þið gerist aðildarríki. ESB vill bara vera öruggt um að þið getið það þegar þar að kemur,“ segir hann. Avery hefur haldið því fram að þátttaka Íslands í EES geri að verkum að landið geti komist hraðar en ella í gegnum viðræður. Hann gefur þó ekki mikið fyrir hugmyndir um tveggja mánaða hraðferð, ekki ef tilgangurinn er að ná góðum samningi. Hann telur viðræðurnar ýta undir vilja Breta og Hollendinga til að ljúka við Icesave. „ESB hefur aldrei sagt að lausn málsins sé skilyrði fyrir því að aðildarferlið nái fram að ganga, og það sannast á því að aðildarferlið gengur ágætlega. Bretar og Hollendingar hafa ekki leyst þennan vanda enn, en bæði löndin eru hlynnt því að þið gangið í ESB. Að mínu viti vilja nýju ríkisstjórnirnar, bæði í Haag og Lundúnum, losna við þetta vandamál fljótlega svo það kasti ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna,“ segir Avery. Um fjárhagsraunir Íra, hvort þær hafi ekki sannað að lítið sé á evrunni að græða, segir Avery: „Írar þjást eins og þið vegna stjórnlausrar hegðunar bankamanna. Ég held að Írar, ef þeir væru utan evrusvæðisins, og jafnvel það sem væri enn verra, ef þeir væru fyrir utan ESB, að þeir stæðu núna frammi fyrir enn erfiðari valkostum en ella.“ klemens@frettabladid.is Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Það er misskilningur sem heyrist á Íslandi að fara þurfi í grundvallarbreytingar í stjórnsýslu áður en gengið er í ESB, að sögn Grahams Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB. Avery, sem er ráðgjafi European Policy Center í Brussel, hélt í gær fyrirlestur hjá Alþjóðamálastofnun. Hann hefur starfað að stækkunarmálum sambandsins um árabil: fyrir Breta þegar þeir gengu inn og fyrir ESB þegar önnur ríki gengu inn síðar. „Það sem ESB þarf frá umsóknarríki er trúverðug skuldbinding, áætlun um að frá fyrsta degi aðildar verði hægt að framfylgja sameiginlegu reglunum. ESB er ekki að biðja um og hefur engan beðið um að framfylgja þessum reglum áður en viðræður klárast,“ segir hann í viðtali við blaðið. Íslendingar njóti trúverðugleika í þessum efnum vegna reynslunnar af EES. „Því held ég að þetta sé misskilningur að þið þurfið að setja upp strúktúr í stjórnsýslu og láta hann virka áður en hann er nauðsynlegur. Í raun er ekki hægt að framfylgja sameiginlegu landbúnaðarstefnunni eða fiskveiðistefnunni áður en þið gerist aðildarríki. ESB vill bara vera öruggt um að þið getið það þegar þar að kemur,“ segir hann. Avery hefur haldið því fram að þátttaka Íslands í EES geri að verkum að landið geti komist hraðar en ella í gegnum viðræður. Hann gefur þó ekki mikið fyrir hugmyndir um tveggja mánaða hraðferð, ekki ef tilgangurinn er að ná góðum samningi. Hann telur viðræðurnar ýta undir vilja Breta og Hollendinga til að ljúka við Icesave. „ESB hefur aldrei sagt að lausn málsins sé skilyrði fyrir því að aðildarferlið nái fram að ganga, og það sannast á því að aðildarferlið gengur ágætlega. Bretar og Hollendingar hafa ekki leyst þennan vanda enn, en bæði löndin eru hlynnt því að þið gangið í ESB. Að mínu viti vilja nýju ríkisstjórnirnar, bæði í Haag og Lundúnum, losna við þetta vandamál fljótlega svo það kasti ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna,“ segir Avery. Um fjárhagsraunir Íra, hvort þær hafi ekki sannað að lítið sé á evrunni að græða, segir Avery: „Írar þjást eins og þið vegna stjórnlausrar hegðunar bankamanna. Ég held að Írar, ef þeir væru utan evrusvæðisins, og jafnvel það sem væri enn verra, ef þeir væru fyrir utan ESB, að þeir stæðu núna frammi fyrir enn erfiðari valkostum en ella.“ klemens@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira