ESB vill að ríki séu undirbúin fyrir aðild 27. nóvember 2010 08:30 Graham Avery telur að nýju ríkisstjórnirnar í Hollandi og Bretlandi vilji ljúka við Icesave-málið sem fyrst til að „kasta ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna“ milli Íslands og ESB. Mynd/Anton Brink Það er misskilningur sem heyrist á Íslandi að fara þurfi í grundvallarbreytingar í stjórnsýslu áður en gengið er í ESB, að sögn Grahams Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB. Avery, sem er ráðgjafi European Policy Center í Brussel, hélt í gær fyrirlestur hjá Alþjóðamálastofnun. Hann hefur starfað að stækkunarmálum sambandsins um árabil: fyrir Breta þegar þeir gengu inn og fyrir ESB þegar önnur ríki gengu inn síðar. „Það sem ESB þarf frá umsóknarríki er trúverðug skuldbinding, áætlun um að frá fyrsta degi aðildar verði hægt að framfylgja sameiginlegu reglunum. ESB er ekki að biðja um og hefur engan beðið um að framfylgja þessum reglum áður en viðræður klárast,“ segir hann í viðtali við blaðið. Íslendingar njóti trúverðugleika í þessum efnum vegna reynslunnar af EES. „Því held ég að þetta sé misskilningur að þið þurfið að setja upp strúktúr í stjórnsýslu og láta hann virka áður en hann er nauðsynlegur. Í raun er ekki hægt að framfylgja sameiginlegu landbúnaðarstefnunni eða fiskveiðistefnunni áður en þið gerist aðildarríki. ESB vill bara vera öruggt um að þið getið það þegar þar að kemur,“ segir hann. Avery hefur haldið því fram að þátttaka Íslands í EES geri að verkum að landið geti komist hraðar en ella í gegnum viðræður. Hann gefur þó ekki mikið fyrir hugmyndir um tveggja mánaða hraðferð, ekki ef tilgangurinn er að ná góðum samningi. Hann telur viðræðurnar ýta undir vilja Breta og Hollendinga til að ljúka við Icesave. „ESB hefur aldrei sagt að lausn málsins sé skilyrði fyrir því að aðildarferlið nái fram að ganga, og það sannast á því að aðildarferlið gengur ágætlega. Bretar og Hollendingar hafa ekki leyst þennan vanda enn, en bæði löndin eru hlynnt því að þið gangið í ESB. Að mínu viti vilja nýju ríkisstjórnirnar, bæði í Haag og Lundúnum, losna við þetta vandamál fljótlega svo það kasti ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna,“ segir Avery. Um fjárhagsraunir Íra, hvort þær hafi ekki sannað að lítið sé á evrunni að græða, segir Avery: „Írar þjást eins og þið vegna stjórnlausrar hegðunar bankamanna. Ég held að Írar, ef þeir væru utan evrusvæðisins, og jafnvel það sem væri enn verra, ef þeir væru fyrir utan ESB, að þeir stæðu núna frammi fyrir enn erfiðari valkostum en ella.“ klemens@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Það er misskilningur sem heyrist á Íslandi að fara þurfi í grundvallarbreytingar í stjórnsýslu áður en gengið er í ESB, að sögn Grahams Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB. Avery, sem er ráðgjafi European Policy Center í Brussel, hélt í gær fyrirlestur hjá Alþjóðamálastofnun. Hann hefur starfað að stækkunarmálum sambandsins um árabil: fyrir Breta þegar þeir gengu inn og fyrir ESB þegar önnur ríki gengu inn síðar. „Það sem ESB þarf frá umsóknarríki er trúverðug skuldbinding, áætlun um að frá fyrsta degi aðildar verði hægt að framfylgja sameiginlegu reglunum. ESB er ekki að biðja um og hefur engan beðið um að framfylgja þessum reglum áður en viðræður klárast,“ segir hann í viðtali við blaðið. Íslendingar njóti trúverðugleika í þessum efnum vegna reynslunnar af EES. „Því held ég að þetta sé misskilningur að þið þurfið að setja upp strúktúr í stjórnsýslu og láta hann virka áður en hann er nauðsynlegur. Í raun er ekki hægt að framfylgja sameiginlegu landbúnaðarstefnunni eða fiskveiðistefnunni áður en þið gerist aðildarríki. ESB vill bara vera öruggt um að þið getið það þegar þar að kemur,“ segir hann. Avery hefur haldið því fram að þátttaka Íslands í EES geri að verkum að landið geti komist hraðar en ella í gegnum viðræður. Hann gefur þó ekki mikið fyrir hugmyndir um tveggja mánaða hraðferð, ekki ef tilgangurinn er að ná góðum samningi. Hann telur viðræðurnar ýta undir vilja Breta og Hollendinga til að ljúka við Icesave. „ESB hefur aldrei sagt að lausn málsins sé skilyrði fyrir því að aðildarferlið nái fram að ganga, og það sannast á því að aðildarferlið gengur ágætlega. Bretar og Hollendingar hafa ekki leyst þennan vanda enn, en bæði löndin eru hlynnt því að þið gangið í ESB. Að mínu viti vilja nýju ríkisstjórnirnar, bæði í Haag og Lundúnum, losna við þetta vandamál fljótlega svo það kasti ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna,“ segir Avery. Um fjárhagsraunir Íra, hvort þær hafi ekki sannað að lítið sé á evrunni að græða, segir Avery: „Írar þjást eins og þið vegna stjórnlausrar hegðunar bankamanna. Ég held að Írar, ef þeir væru utan evrusvæðisins, og jafnvel það sem væri enn verra, ef þeir væru fyrir utan ESB, að þeir stæðu núna frammi fyrir enn erfiðari valkostum en ella.“ klemens@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira