Vonar að samkomulag takist fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2010 13:05 Jóhanna Sigurðardóttir vonar að samkomulag náist fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Mynd/ GVA. Forsætisráðherra vonar að samkomulag náist í Icesave deilunni áður en kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og telur æskilegt að það gerist. Viðbrögð Íslendinga við gagntilboði Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni gætu legið fyrir að loknum fundi forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag en líklega þó ekki fyrr en á morgun.Samninganefnd Íslands ásamt sérfræðingum ýmis konar munu í dag fara yfir gagntilboð Breta og Hollendinga sem forystufólk stjórnmálaflokkanna kynnti sér í gærdag. Að því loknu kemur forystufólk flokkanna saman til fundar, líklega ekki fyrr en seinnipartinn í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að loknum fundi í gær að tilboð Breta og Hollendinga fæli í sér umtalsverða lækkun á greiðslubyrði Íslands.Jóhanna Sigurðardóttir sagði ekki hægt að segja að tilboð Hollendinga og Breta væri í samræmi við þær hugmyndir sem íslenska samninganefndin lagði fram í Lundúnum í síðustu viku. „Allt er þetta þó í áttina. Allt snýst þetta um það að greiðslubyrðin verði minni," sagði forsætisráðherra í gær.Nú er rétt um hálfur mánuður í þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave lögin. Jóhanna segist vona að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég held að það væri mjög æskilegt," sagði forsætisráðherra. Ef það tækist yrði reynt að koma slíkum samningi fljótt í gegnum Alþingi.Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn í gær að tilboð Hollendinga og Breta væri skref í rétta átt. Mikilvægt væri hins vegar að Íslendingar héldu þeirri samstöðu sem náðst hefði heima fyrir um málið.„Við leituðum til ráðgjafa okkar í málinu og samninganefndarinnar og ég held að það geti alveg verið grundvöllur fyrir okkur að að þróa eitthvað út frá þessum stað sem við erum á í dag," sagði Bjarni. Hann sjái þó enn ekki fyrir endann á málinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sér heldur ekki til lands í málinu og virðist að auki mun svartsýnni á lausn deilunnar en forysta stjórnarflokkanna og formaður Sjálfstæðisflokksins. Tilboð Breta og Hollendinga væri líklega afrakstur stjórnarkreppunnar í Hollandi, þar sem kosningar væru framundan eins og í Bretlandi.Sigmundur Davíð sagðist engu að síður telja tilboð Breta og Holendinga skref í rétta átt. „En það er ekki mikið meira um það að segja." Á honum mátti skilja að málið gæti jafnvel teygst í nokkra mánuði.„Það veltur á stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi. Ekki hvað síst í Hollandi þar sem er í rauninni ekki starfandi ríkisstjórn," sagði formaður Framsóknarflokksins. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að samkomulag náist í Icesave deilunni áður en kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og telur æskilegt að það gerist. Viðbrögð Íslendinga við gagntilboði Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni gætu legið fyrir að loknum fundi forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag en líklega þó ekki fyrr en á morgun.Samninganefnd Íslands ásamt sérfræðingum ýmis konar munu í dag fara yfir gagntilboð Breta og Hollendinga sem forystufólk stjórnmálaflokkanna kynnti sér í gærdag. Að því loknu kemur forystufólk flokkanna saman til fundar, líklega ekki fyrr en seinnipartinn í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að loknum fundi í gær að tilboð Breta og Hollendinga fæli í sér umtalsverða lækkun á greiðslubyrði Íslands.Jóhanna Sigurðardóttir sagði ekki hægt að segja að tilboð Hollendinga og Breta væri í samræmi við þær hugmyndir sem íslenska samninganefndin lagði fram í Lundúnum í síðustu viku. „Allt er þetta þó í áttina. Allt snýst þetta um það að greiðslubyrðin verði minni," sagði forsætisráðherra í gær.Nú er rétt um hálfur mánuður í þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave lögin. Jóhanna segist vona að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég held að það væri mjög æskilegt," sagði forsætisráðherra. Ef það tækist yrði reynt að koma slíkum samningi fljótt í gegnum Alþingi.Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn í gær að tilboð Hollendinga og Breta væri skref í rétta átt. Mikilvægt væri hins vegar að Íslendingar héldu þeirri samstöðu sem náðst hefði heima fyrir um málið.„Við leituðum til ráðgjafa okkar í málinu og samninganefndarinnar og ég held að það geti alveg verið grundvöllur fyrir okkur að að þróa eitthvað út frá þessum stað sem við erum á í dag," sagði Bjarni. Hann sjái þó enn ekki fyrir endann á málinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sér heldur ekki til lands í málinu og virðist að auki mun svartsýnni á lausn deilunnar en forysta stjórnarflokkanna og formaður Sjálfstæðisflokksins. Tilboð Breta og Hollendinga væri líklega afrakstur stjórnarkreppunnar í Hollandi, þar sem kosningar væru framundan eins og í Bretlandi.Sigmundur Davíð sagðist engu að síður telja tilboð Breta og Holendinga skref í rétta átt. „En það er ekki mikið meira um það að segja." Á honum mátti skilja að málið gæti jafnvel teygst í nokkra mánuði.„Það veltur á stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi. Ekki hvað síst í Hollandi þar sem er í rauninni ekki starfandi ríkisstjórn," sagði formaður Framsóknarflokksins.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira