Færðu húsin í félög rétt eftir hrun Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. febrúar 2010 18:45 Bakkabræður, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, færðu einbýlishús sín, íbúðir og sumarbústaði í sérstök einkahlutafélög rétt eftir bankahrunið. Með þessu móti geta hugsanlegir kröfuhafar þeirra ekki gengið að þessum eignum. Hinn 22. október 2008, réttum tveimur vikum eftir bankahrunið, færðu bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir einbýlishús sín og íbúðir í Reykjavík og sumarbústaði á Þingvöllum af eigin kennitölum og í sérstök einkahlutafélög í sinni eigu, GT1 og GT2. Í tilviki Lýðs er um að ræða 330 fermetra einbýlishús í Vesturbænum og tæplega 60 fermetra íbúð á svipuðum stað sem hann færði af eigin nafni og á einkahlutafélag í sinni eigu sem heitir GT1. Ágúst bróðir hans færði 150 fermetra íbúð í miðbænum með þremur bílskúrum, tvö sumarhús á Þingvöllum og sumarbústaðaland í Jórugili af eigin kennitölu og á félag sitt GT2. Ekki náðist í bræðurna í dag til að fá skýringu því hvers vegna eignirnar voru færðar í sérstök einkahlutafélög. Það má geta þess að með því að færa eignirnar í einkahlutafélög eru þær ekki aðgengilegar kröfuhöfum bræðranna. Hinn 22. október á þessu ári verða liðin meira en tvö ár frá því eignirnar voru færðar og því útilokað að rifta samningum eða afsölum vegna þeirra á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti má rifta samningum í allt að tvö ár aftur í tímann fyrir gjaldþrot, ef skilyrði laganna eru uppfyllt. Þrátt fyrir að hafa fært íbúðir sínar og einbýlishús í einkahlutafélög eru bræðurnir þó enn skráðir eigendur sumarhallarinnar við Lambalæk í Fljótshlíð í Rangárþingi eystra. Um er að ræða tæplega 600 fermetra orlofssetur sem bræðurnir eiga saman til helminga. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Bakkabræður, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, færðu einbýlishús sín, íbúðir og sumarbústaði í sérstök einkahlutafélög rétt eftir bankahrunið. Með þessu móti geta hugsanlegir kröfuhafar þeirra ekki gengið að þessum eignum. Hinn 22. október 2008, réttum tveimur vikum eftir bankahrunið, færðu bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir einbýlishús sín og íbúðir í Reykjavík og sumarbústaði á Þingvöllum af eigin kennitölum og í sérstök einkahlutafélög í sinni eigu, GT1 og GT2. Í tilviki Lýðs er um að ræða 330 fermetra einbýlishús í Vesturbænum og tæplega 60 fermetra íbúð á svipuðum stað sem hann færði af eigin nafni og á einkahlutafélag í sinni eigu sem heitir GT1. Ágúst bróðir hans færði 150 fermetra íbúð í miðbænum með þremur bílskúrum, tvö sumarhús á Þingvöllum og sumarbústaðaland í Jórugili af eigin kennitölu og á félag sitt GT2. Ekki náðist í bræðurna í dag til að fá skýringu því hvers vegna eignirnar voru færðar í sérstök einkahlutafélög. Það má geta þess að með því að færa eignirnar í einkahlutafélög eru þær ekki aðgengilegar kröfuhöfum bræðranna. Hinn 22. október á þessu ári verða liðin meira en tvö ár frá því eignirnar voru færðar og því útilokað að rifta samningum eða afsölum vegna þeirra á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti má rifta samningum í allt að tvö ár aftur í tímann fyrir gjaldþrot, ef skilyrði laganna eru uppfyllt. Þrátt fyrir að hafa fært íbúðir sínar og einbýlishús í einkahlutafélög eru bræðurnir þó enn skráðir eigendur sumarhallarinnar við Lambalæk í Fljótshlíð í Rangárþingi eystra. Um er að ræða tæplega 600 fermetra orlofssetur sem bræðurnir eiga saman til helminga.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira