Hollendingar segja Íslendinga víst hafa logið - sýna bréf til sönnunar 12. febrúar 2010 10:11 Landsbankinn. Hollenski vefmiðillinn RTLZ birti í gær bréfasamskipti á milli viðskiptaráðuneytisins á Íslandi við breska fjármálaráðuneytið og telur greinarhöfundur bréfin sýna fram á að Ísland hafi logið fram á síðasta dag um raunverulega stöðu mála og styðji því við fullyrðingar Nout Wellink, seðlabankastjóra Hollands og Arnolds Schilder, yfirmanns hollenska bankaeftirlitsins um meintar lygar íslenska ríkisins. Fyrirsögn greinarinnar í lauslegri þýðingu er: Ísland laug fram á síðasta dag. Um er að ræða tvö bréf frá Viðskiptaráðneytinu stílað á Clive Maxwell hjá breska fjármálaráðuneytinu. Annað bréfið er dagsett 20. ágúst 2008. Það seinna er frá október sama ár - aðeins örfáum dögum fyrir fall Landsbankans. Í fyrra bréfinu, sem Áslaug Árnadóttir skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins undirritar, er áhyggjum Breta af innistæðutryggingasjóðnum svarað. Þar segir að ríkið myndi styðja við sjóðinn eins og ábyrg stjórnvöld myndu gera færi svo að hann gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Svo er bætt um betur og sagt að ríkið myndi að auki styðja við sjóðinn fjárhagslega til þess að hann gæti tryggt lágmarksupphæð innistæðueiganda. Svo er bent á að Seðlabanki Íslands muni styðja við Landsbankann og íslenska ríkið muni styðja við seðlabankann ef til þess þarf. Að lokum er sérstaklega tekið fram að íslensk stjórnvöld geri sér fulla grein fyrir skyldum EES samningsins varðandi innistæðutryggingar og svo sagt berum orðum að það muni standa við sínar skyldur. Seinna bréfið sem viðskiptaráðuneytið sendi til breska fjármálaeftirlitsins þann 5. október er öllu styttra en það fyrra. Þar segir einfaldlega að íslenska ríkið muni styðja við tryggingainnistæðusjóðinn til þess að mæta lágmarkstryggingaupphæð innistæðueigenda fari Landsbankinn á hausinn. En þá voru ekki nema örfáir dagar í fall bankans. Undir það bréf skrifaði Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri en samkvæmt DV í dag var hún ein af tólf einstaklingum sem fékk greinargerð senda heim til sín frá rannsóknarnefnd Alþingis. Hér fyrir neðan má lesa bæði bréfin. Þess má geta að bréfin hafa verið gerð opinber á Íslandi en það var þingmaður Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttir sem óskaði eftir þeim í desember árið 2008. Bréfin voru svo gerð kunnug tveimur mánuðum síðar. Hér er greinin en hún er á hollensku. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Hollenski vefmiðillinn RTLZ birti í gær bréfasamskipti á milli viðskiptaráðuneytisins á Íslandi við breska fjármálaráðuneytið og telur greinarhöfundur bréfin sýna fram á að Ísland hafi logið fram á síðasta dag um raunverulega stöðu mála og styðji því við fullyrðingar Nout Wellink, seðlabankastjóra Hollands og Arnolds Schilder, yfirmanns hollenska bankaeftirlitsins um meintar lygar íslenska ríkisins. Fyrirsögn greinarinnar í lauslegri þýðingu er: Ísland laug fram á síðasta dag. Um er að ræða tvö bréf frá Viðskiptaráðneytinu stílað á Clive Maxwell hjá breska fjármálaráðuneytinu. Annað bréfið er dagsett 20. ágúst 2008. Það seinna er frá október sama ár - aðeins örfáum dögum fyrir fall Landsbankans. Í fyrra bréfinu, sem Áslaug Árnadóttir skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins undirritar, er áhyggjum Breta af innistæðutryggingasjóðnum svarað. Þar segir að ríkið myndi styðja við sjóðinn eins og ábyrg stjórnvöld myndu gera færi svo að hann gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Svo er bætt um betur og sagt að ríkið myndi að auki styðja við sjóðinn fjárhagslega til þess að hann gæti tryggt lágmarksupphæð innistæðueiganda. Svo er bent á að Seðlabanki Íslands muni styðja við Landsbankann og íslenska ríkið muni styðja við seðlabankann ef til þess þarf. Að lokum er sérstaklega tekið fram að íslensk stjórnvöld geri sér fulla grein fyrir skyldum EES samningsins varðandi innistæðutryggingar og svo sagt berum orðum að það muni standa við sínar skyldur. Seinna bréfið sem viðskiptaráðuneytið sendi til breska fjármálaeftirlitsins þann 5. október er öllu styttra en það fyrra. Þar segir einfaldlega að íslenska ríkið muni styðja við tryggingainnistæðusjóðinn til þess að mæta lágmarkstryggingaupphæð innistæðueigenda fari Landsbankinn á hausinn. En þá voru ekki nema örfáir dagar í fall bankans. Undir það bréf skrifaði Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri en samkvæmt DV í dag var hún ein af tólf einstaklingum sem fékk greinargerð senda heim til sín frá rannsóknarnefnd Alþingis. Hér fyrir neðan má lesa bæði bréfin. Þess má geta að bréfin hafa verið gerð opinber á Íslandi en það var þingmaður Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttir sem óskaði eftir þeim í desember árið 2008. Bréfin voru svo gerð kunnug tveimur mánuðum síðar. Hér er greinin en hún er á hollensku.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira