Yfirheyrslur hafnar vegna rannsóknar sérstaks saksóknara 26. janúar 2010 14:10 Úr safni. Mynd/Arnþór Birkisson Embætti sérstaks saksóknara hefur með höndum rannsóknir og réttarbeiðnir sem tengjast Exista en vegna þeirra fóru fram húsleitir í dag á 8 stöðum á Íslandi og 4 stöðum í Englandi samkvæmt tilkynningu frá embætti sérstaks saksóknara. Þau mál sem eru til meðferðar varða í fyrsta lagi sölu á Bakkavör frá Exista samstæðunni á haustmánuðum 2008 þrátt fyrir ákvæði í lánasamningum um bann við sölu eigna undan samstæðunni án samþykkis kröfuhafa. Í öðru lagi er til rannsóknar niðurfelling persónulegra ábyrgða á lánum sem veitt voru við kaup starfsmanna á hlutabréfum í félaginu. Í þriðja lagi er til rannsóknar yfirfærsla skuldar og hlutabréfa í félag í eigu annars af tveimur forstjórum félagsins. Í fjórða lagi er til rannsóknar tilkynning um hlutafjáraukningu í félaginu Exista um 50 milljarða og loks í fimmta lagi er til meðferðar réttarbeiðni frá erlendu ríki til öflunar gagna vegna rannsóknar erlendis. Húsleitir hér á landi fóru fram að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. Yfirheyrslur í málinu hófust á sama tíma og standa enn. Til rannsóknar eru ætluð brot gegn auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga, brot á hlutafélagalögum, ákvæði hegningarlaga um ranga upplýsingagjöf til stjórnvalds og eftir atvikum öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga og sérrefsilaga í tengslum við ofangreind sakarefni. Umrædd mál varða verulega fjárhagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda einstaklinga og fyrirtækja. Aðgerðirnar í dag voru víðtækar og hófust með leit samtímis í hér á landi og á Englandi en aðgerðir hófust kl. 9:00 með leit samtímis á nokkrum stöðum. Alls tóku 30 manns þátt í aðgerðum hér á landi en í Bretlandi tóku 4 starfsmenn embættisins þátt í aðgerðum ásamt breskum lögreglumönnum og starfsmönnum SFO. Við aðgerðirnar hér á landi naut embætti sérstaks saksóknara aðstoðar efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans auk tæknimanna frá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir SFO rannsakar hluti Exista í JJB Sports Starfsfólk sérstaks saksóknara ásamt starfsfólki Serious Fraud Office í Bretlandi gerði húsleit hjá Exista klukkan níu í morgun samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. 26. janúar 2010 11:27 Húsleitir hjá Logos, Deloitte og Bakkavör í London Fulltrúar sérstaks saksóknara eru nú að framkvæma húsleitir í höfuðstöðvum lögmannstofunnar Logos í Reykjavík en Serious Fraud Office (SFO) leitar í Bakkavör í London. 26. janúar 2010 11:05 SFO með húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar eða Serious Fraud Office (SFO) fór í húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi, það er í London og Lincoln-héraði. Farið var inn á skrifstofur Exista og Bakkavarar á þessum stöðum. 26. janúar 2010 13:25 Húsleitir hjá Existu og í London Húsleitir standa yfir á vegum embættis sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en gat ekki greint nánar frá málinu. Von væri á yfirlýsingu frá embættinu síðar í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fer fram húsleit í höfuðstöðvum Exista í Ármúla 26. janúar 2010 10:16 Þriðja húsleitin hjá LOGOS - einn með réttarstöðu grunaðs manns Sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá LOGOS í morgun en það er í þriðja skiptið á einu ári sem embættið sér ástæðu til þess að leita í húsakynnum lögfræðistofunnar. 26. janúar 2010 14:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur með höndum rannsóknir og réttarbeiðnir sem tengjast Exista en vegna þeirra fóru fram húsleitir í dag á 8 stöðum á Íslandi og 4 stöðum í Englandi samkvæmt tilkynningu frá embætti sérstaks saksóknara. Þau mál sem eru til meðferðar varða í fyrsta lagi sölu á Bakkavör frá Exista samstæðunni á haustmánuðum 2008 þrátt fyrir ákvæði í lánasamningum um bann við sölu eigna undan samstæðunni án samþykkis kröfuhafa. Í öðru lagi er til rannsóknar niðurfelling persónulegra ábyrgða á lánum sem veitt voru við kaup starfsmanna á hlutabréfum í félaginu. Í þriðja lagi er til rannsóknar yfirfærsla skuldar og hlutabréfa í félag í eigu annars af tveimur forstjórum félagsins. Í fjórða lagi er til rannsóknar tilkynning um hlutafjáraukningu í félaginu Exista um 50 milljarða og loks í fimmta lagi er til meðferðar réttarbeiðni frá erlendu ríki til öflunar gagna vegna rannsóknar erlendis. Húsleitir hér á landi fóru fram að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. Yfirheyrslur í málinu hófust á sama tíma og standa enn. Til rannsóknar eru ætluð brot gegn auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga, brot á hlutafélagalögum, ákvæði hegningarlaga um ranga upplýsingagjöf til stjórnvalds og eftir atvikum öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga og sérrefsilaga í tengslum við ofangreind sakarefni. Umrædd mál varða verulega fjárhagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda einstaklinga og fyrirtækja. Aðgerðirnar í dag voru víðtækar og hófust með leit samtímis í hér á landi og á Englandi en aðgerðir hófust kl. 9:00 með leit samtímis á nokkrum stöðum. Alls tóku 30 manns þátt í aðgerðum hér á landi en í Bretlandi tóku 4 starfsmenn embættisins þátt í aðgerðum ásamt breskum lögreglumönnum og starfsmönnum SFO. Við aðgerðirnar hér á landi naut embætti sérstaks saksóknara aðstoðar efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans auk tæknimanna frá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir SFO rannsakar hluti Exista í JJB Sports Starfsfólk sérstaks saksóknara ásamt starfsfólki Serious Fraud Office í Bretlandi gerði húsleit hjá Exista klukkan níu í morgun samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. 26. janúar 2010 11:27 Húsleitir hjá Logos, Deloitte og Bakkavör í London Fulltrúar sérstaks saksóknara eru nú að framkvæma húsleitir í höfuðstöðvum lögmannstofunnar Logos í Reykjavík en Serious Fraud Office (SFO) leitar í Bakkavör í London. 26. janúar 2010 11:05 SFO með húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar eða Serious Fraud Office (SFO) fór í húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi, það er í London og Lincoln-héraði. Farið var inn á skrifstofur Exista og Bakkavarar á þessum stöðum. 26. janúar 2010 13:25 Húsleitir hjá Existu og í London Húsleitir standa yfir á vegum embættis sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en gat ekki greint nánar frá málinu. Von væri á yfirlýsingu frá embættinu síðar í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fer fram húsleit í höfuðstöðvum Exista í Ármúla 26. janúar 2010 10:16 Þriðja húsleitin hjá LOGOS - einn með réttarstöðu grunaðs manns Sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá LOGOS í morgun en það er í þriðja skiptið á einu ári sem embættið sér ástæðu til þess að leita í húsakynnum lögfræðistofunnar. 26. janúar 2010 14:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
SFO rannsakar hluti Exista í JJB Sports Starfsfólk sérstaks saksóknara ásamt starfsfólki Serious Fraud Office í Bretlandi gerði húsleit hjá Exista klukkan níu í morgun samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. 26. janúar 2010 11:27
Húsleitir hjá Logos, Deloitte og Bakkavör í London Fulltrúar sérstaks saksóknara eru nú að framkvæma húsleitir í höfuðstöðvum lögmannstofunnar Logos í Reykjavík en Serious Fraud Office (SFO) leitar í Bakkavör í London. 26. janúar 2010 11:05
SFO með húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar eða Serious Fraud Office (SFO) fór í húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi, það er í London og Lincoln-héraði. Farið var inn á skrifstofur Exista og Bakkavarar á þessum stöðum. 26. janúar 2010 13:25
Húsleitir hjá Existu og í London Húsleitir standa yfir á vegum embættis sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en gat ekki greint nánar frá málinu. Von væri á yfirlýsingu frá embættinu síðar í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fer fram húsleit í höfuðstöðvum Exista í Ármúla 26. janúar 2010 10:16
Þriðja húsleitin hjá LOGOS - einn með réttarstöðu grunaðs manns Sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá LOGOS í morgun en það er í þriðja skiptið á einu ári sem embættið sér ástæðu til þess að leita í húsakynnum lögfræðistofunnar. 26. janúar 2010 14:15