Auðmenn forðuðu milljörðum rétt fyrir hrun Gunnar Örn Jónsson skrifar 27. júlí 2009 18:24 Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson millifærðu milljarða úr Straumi yfir í erlend skattaskjól á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis. Sama dag og tilkynnt var að íslenska ríkið myndi eignast 75% hlut í Glitni hófust millifærslur á peningum frá Straumi og yfir á reikninga á fjölmörgum skattaskjólseyjum. Hátt í eitt hundrað reikningar voru stofnaðir á skattaskjóleyjunum á tveimur vikum eftir þjóðnýtingu Glitnis. Björgólfsfeðgar, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson voru umsvifamiklir í þessum fjármagnsflutningum. Að auki voru fluttir peningar á reikninga í eigu eignarhaldsfélaganna Samson, sem var í eigu Björgólfsfeðga og Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona. Fleiri einstaklingar og eignarhaldsfélög áttu auk þess hlut að máli. Millifærslurnar voru allar í evrum og bandaríkjadölum og hljóðaði hver millifærsla upp á hundruðir þúsunda og milljónir í viðkomandi myntum. Samkvæmt heimildum fréttastofu nam fjármagnið að minnsta kosti sjötíu milljónum evra en það eru tólf komma fimm milljarðar króna. Umræddar skattaskjólsparadísir eru meðal annars, Cayman eyjar, Tortola, Bresku jómfrúreyjarnar, Bermúda, Luxembourg og Hong Kong. Samson Global Holdings, félag í eigu Björgólfsfeðga, átti á þessum tíma ríflega þriðjung í Straumi. Björgólfur Thor var jafnframt stjórnarformaður Straums. Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, fóru fram á þriggja milljarða króna afskrift á dögunum hjá Nýja Kaupþingi og Magnús Þorsteinsson fluttist til Rússlands skömmu áður en héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði hann gjaldþrota þann 4. maí síðastliðinn. Í byrjun þessa mánaðar var gerð húsleit í höfuðstöðvum Sjóvár og Milestone varðandi hugsanlegar ólöglegar fjárfestingar úr bótasjóði Sjóvár. Að auki var húsleit gerð á heimilum stjórnenda allra fyrrverandi stjórnarmanna Sjóvár og var umræddur Karl Wernersson þar á meðal. Nánari útsýringar um hvernig fjármagn er flutt til svokallaðra skattaskjólseyja og hvernig fela má slóð og uppruna peninga sem þangað eru fluttir má sjá á fréttavefnum Vísir.is. Tengdar fréttir Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - síðari hluti Önnur leið til að fela peninga í skattaskjólum er í gegnum svokallaða styrktarsjóði. 27. júlí 2009 17:45 Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27. júlí 2009 16:08 Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - fyrsti hluti Hver er ástæðan fyrir því að menn stofnuðu reikninga í skattaskjólum um leið og ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni? 27. júlí 2009 17:16 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson millifærðu milljarða úr Straumi yfir í erlend skattaskjól á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis. Sama dag og tilkynnt var að íslenska ríkið myndi eignast 75% hlut í Glitni hófust millifærslur á peningum frá Straumi og yfir á reikninga á fjölmörgum skattaskjólseyjum. Hátt í eitt hundrað reikningar voru stofnaðir á skattaskjóleyjunum á tveimur vikum eftir þjóðnýtingu Glitnis. Björgólfsfeðgar, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson voru umsvifamiklir í þessum fjármagnsflutningum. Að auki voru fluttir peningar á reikninga í eigu eignarhaldsfélaganna Samson, sem var í eigu Björgólfsfeðga og Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona. Fleiri einstaklingar og eignarhaldsfélög áttu auk þess hlut að máli. Millifærslurnar voru allar í evrum og bandaríkjadölum og hljóðaði hver millifærsla upp á hundruðir þúsunda og milljónir í viðkomandi myntum. Samkvæmt heimildum fréttastofu nam fjármagnið að minnsta kosti sjötíu milljónum evra en það eru tólf komma fimm milljarðar króna. Umræddar skattaskjólsparadísir eru meðal annars, Cayman eyjar, Tortola, Bresku jómfrúreyjarnar, Bermúda, Luxembourg og Hong Kong. Samson Global Holdings, félag í eigu Björgólfsfeðga, átti á þessum tíma ríflega þriðjung í Straumi. Björgólfur Thor var jafnframt stjórnarformaður Straums. Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, fóru fram á þriggja milljarða króna afskrift á dögunum hjá Nýja Kaupþingi og Magnús Þorsteinsson fluttist til Rússlands skömmu áður en héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði hann gjaldþrota þann 4. maí síðastliðinn. Í byrjun þessa mánaðar var gerð húsleit í höfuðstöðvum Sjóvár og Milestone varðandi hugsanlegar ólöglegar fjárfestingar úr bótasjóði Sjóvár. Að auki var húsleit gerð á heimilum stjórnenda allra fyrrverandi stjórnarmanna Sjóvár og var umræddur Karl Wernersson þar á meðal. Nánari útsýringar um hvernig fjármagn er flutt til svokallaðra skattaskjólseyja og hvernig fela má slóð og uppruna peninga sem þangað eru fluttir má sjá á fréttavefnum Vísir.is.
Tengdar fréttir Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - síðari hluti Önnur leið til að fela peninga í skattaskjólum er í gegnum svokallaða styrktarsjóði. 27. júlí 2009 17:45 Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27. júlí 2009 16:08 Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - fyrsti hluti Hver er ástæðan fyrir því að menn stofnuðu reikninga í skattaskjólum um leið og ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni? 27. júlí 2009 17:16 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - síðari hluti Önnur leið til að fela peninga í skattaskjólum er í gegnum svokallaða styrktarsjóði. 27. júlí 2009 17:45
Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27. júlí 2009 16:08
Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - fyrsti hluti Hver er ástæðan fyrir því að menn stofnuðu reikninga í skattaskjólum um leið og ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni? 27. júlí 2009 17:16