Skattahækkanir og gjöld kynda undir verðbólgubálinu 5. október 2009 08:09 Greining Nýja Kaupþings gerir ráð fyrir að ríkið valdi 1,3% hækkun neysluverðs í upphafi næsta árs vegna hækkana á sköttum og gjöldum. Þegar spá greiningarinnar um 0,35% viðbótarhækkun verðlags á sama tíma er tekin með í reikninginn, vegna hækkana hjá sveitarfélögum og orkufyrirtækjum, er niðurstaðan 1,65% hækkun vísitölu neysluverðs vegna hækkana hjá hinu opinbera í byrjun næsta árs. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að breytingar á óbeinum sköttum virðast í grófum dráttum í takti við það sem greiningin hafði áður áætlað, en þó virðist sem virðisaukaskattshækkunin verði minni en greiningin bjóst við. Nokkur bið mun verða á því að fjármálaráðuneytið birti nákvæmari skýringar á skattabreytingunum og verður ekki hægt að segja fyrir um áhrifin með fullri vissu fyrr en það gerist. Eftirfarandi meginlínur má þó lesa úr fjárlagafrumvarpinu: Breytingar á virðisaukaskattskerfinu hafa verið boðaðar. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar skili 8 milljörðum kr. í ríkiskassann eða um 2/3 af því sem greiningin hafði áætlað. Því gerir hún ráð fyrir að verðlagsáhrifin verði sömuleiðis 2/3 af upphaflegri áætlun okkar, en það samsvarar 0,7-0,9% hækkun verðlags. Áfengis- og tóbaksgjald hækkar um 10% í ársbyrjun 2010. Áætlum við að áhrifin gætu orðið 0,3% til hækkunar á visitölu neysluverðs (VNV). Bensín- og olíugjald hækkar um 10% í ársbyrjun 2010. Við gerum ráð fyrir 0,2% áhrifum til hækkunar VNV vegna þessara aðgerða. Einnig hafa verið boðaðir skattar á orku-, umhverfis- og auðlindagjöldum, slíkir skattar myndu skila 16 milljörðum kr. tekjum til ríkissjóðs, en engin áhrif ættu að koma fram í VNV vegna þessa (að öðru óbreyttu). Greiningin telur einnig að framundan séu gjaldskrárhækkanir á vegum sveitarfélaga og orkufyrirtækja. Hins vegar liggja þær hækkanir ekki fyrir en líklegt er að þær komi fram í upphafi árs 2010 og 2011. Heildaráhrif vegna þessa gætu numið 0,7% til hækkunar VNV eða um 0,35% á ári. Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Greining Nýja Kaupþings gerir ráð fyrir að ríkið valdi 1,3% hækkun neysluverðs í upphafi næsta árs vegna hækkana á sköttum og gjöldum. Þegar spá greiningarinnar um 0,35% viðbótarhækkun verðlags á sama tíma er tekin með í reikninginn, vegna hækkana hjá sveitarfélögum og orkufyrirtækjum, er niðurstaðan 1,65% hækkun vísitölu neysluverðs vegna hækkana hjá hinu opinbera í byrjun næsta árs. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að breytingar á óbeinum sköttum virðast í grófum dráttum í takti við það sem greiningin hafði áður áætlað, en þó virðist sem virðisaukaskattshækkunin verði minni en greiningin bjóst við. Nokkur bið mun verða á því að fjármálaráðuneytið birti nákvæmari skýringar á skattabreytingunum og verður ekki hægt að segja fyrir um áhrifin með fullri vissu fyrr en það gerist. Eftirfarandi meginlínur má þó lesa úr fjárlagafrumvarpinu: Breytingar á virðisaukaskattskerfinu hafa verið boðaðar. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar skili 8 milljörðum kr. í ríkiskassann eða um 2/3 af því sem greiningin hafði áætlað. Því gerir hún ráð fyrir að verðlagsáhrifin verði sömuleiðis 2/3 af upphaflegri áætlun okkar, en það samsvarar 0,7-0,9% hækkun verðlags. Áfengis- og tóbaksgjald hækkar um 10% í ársbyrjun 2010. Áætlum við að áhrifin gætu orðið 0,3% til hækkunar á visitölu neysluverðs (VNV). Bensín- og olíugjald hækkar um 10% í ársbyrjun 2010. Við gerum ráð fyrir 0,2% áhrifum til hækkunar VNV vegna þessara aðgerða. Einnig hafa verið boðaðir skattar á orku-, umhverfis- og auðlindagjöldum, slíkir skattar myndu skila 16 milljörðum kr. tekjum til ríkissjóðs, en engin áhrif ættu að koma fram í VNV vegna þessa (að öðru óbreyttu). Greiningin telur einnig að framundan séu gjaldskrárhækkanir á vegum sveitarfélaga og orkufyrirtækja. Hins vegar liggja þær hækkanir ekki fyrir en líklegt er að þær komi fram í upphafi árs 2010 og 2011. Heildaráhrif vegna þessa gætu numið 0,7% til hækkunar VNV eða um 0,35% á ári.
Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur