Ástarbréf Seðlabankans verstu mistökin fyrir hrun 8. október 2009 15:06 Gauti B. Eggertsson, hagfræðingur við seðlabanka New York-ríkis í Bandaríkjunum hefur tekið saman það sem hann kallar verstu mistökin sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins og hruninu sjálfu í fyrra. Efst á blaði eru svokölluð ástarbréf Seðlabankans sem ollu því að bankinn varð gjaldþrota. Slíkt gjaldþrot seðlabanka er óþekkt í vestrænni sögu. „Stærstu mistökin eru líklega fólgin í veðlánaviðskiptum Seðlabanka Íslands sem ollu gjaldþroti hans. Í þessum viðskiptum töpuðust um 300 milljarðar, sem jafnast á við um 1 milljón á hvert mannsbarn á Íslandi, eða um 5 milljónir á hverja þriggja barna fjölskyldu. Þessi mistök lenda beint á íslenskum skattgreiðendum," segir Gauti á bloggsíðu sinni þar sem hann fjallar um stærstu mistökin að hans mati. „Þetta eru mun hærri fjárhæðir en líklegt er að falli á almenning vegna icesave. Það sem verra er þessar byrðar falla strax á almenning, en ekki eftir 7 ár eins og icesave. Hinn harkalegi niðurskurður ríkisútgjalda og gífurlegu skattahækkanir má að stórum hluta rekja til þessara afdrifaríku mistaka." Gauti segir að með nokkuð grófri einföldun megi lýsa ástarbréfunum sem svo að bankarnir hafi skrifað skuldabréf hvern á annan. Þannig prentaði Kaupþing skuldabréf uppá eina krónu og lét Landsbankann fá, gegn skuldabréfi uppá eina krónu sem Landsbankinn prentaði. Svo fóru þeir báðir í Seðlabankann og fengu lán með veði í þessum skuldabréfum hver á annan. „Sumir kölluðu þetta ástarbréf bankana til hvers annars," segir Gauti. „Í hruninu námu lán af þessu tagi um 30 prósentum af þjóðarframleiðslu. Þegar allt fór á hausinn voru þessi skuldabréf auðvitað verðlaus. Í stuttu máli má segja að með þessum viðskipum hafi bankarnir í raun og veru fengið heimild til að prenta peninga fyrir sjálfan sig án þess að leggja fram nokkur haldbær veð, nema ástarbréf hvers til annars. Allt á kostnað skattgreiðenda." Fram kemur að til að mynda hefði Seðlabanki Íslands geta krafist veðs í öllu innlánasafni viðskiptabankana sem ... „hefði verið skynsamleg lausn. Ef það hefði verið gert, hefði Seðlabankinn í raun verið eigandi nýju bankanna við hrunið, frekar en erlendu kröfuhafarnir. Þá hefði engin ástæða verið fyrir íslenska ríkið að dæla inn 300 milljörðum til að koma í veg fyrir gjaldþrot seðlabankans. Og skattar íslenskra ríkisborgara hefðu ekki hækkað jafn mikið og nú er rauninn." Gauti segir síðan að þótt neyðarlögin hefðu verið að mörgu leyti skynsamleg voru ein afdrifarík mistök gerð í smíði þeirra laga sem gerðu hrunið mun kostnaðarsamara fyrir landsmenn. „Helsta ákvæði neyðarlaganna var það, að innlán urðu forgangskrafa í þrotabú gömlu bankanna. Þetta var skynsamlegt ákvæði. Mikilvægur hlutur gleymdist, hins vegar. Skynsamlegast hefði verið að gera tryggðar innistæður sem fyrstu forgangskröfu," segir Gauti. „Ef neyðarlögin hefðu verið skrifuð svona hefði það þýtt að allar eignir Landsbankans hefðu fyrst farið í að greiða icesave. Skaði þjóðarbúsins hefði því orðið lítill sem engin af þessum þætti hrunsins, og við stæðum væntanlega ekki ennþá í deilum við Breta og Hollendinga." Bloggið í heild má sjá hér. Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Gauti B. Eggertsson, hagfræðingur við seðlabanka New York-ríkis í Bandaríkjunum hefur tekið saman það sem hann kallar verstu mistökin sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins og hruninu sjálfu í fyrra. Efst á blaði eru svokölluð ástarbréf Seðlabankans sem ollu því að bankinn varð gjaldþrota. Slíkt gjaldþrot seðlabanka er óþekkt í vestrænni sögu. „Stærstu mistökin eru líklega fólgin í veðlánaviðskiptum Seðlabanka Íslands sem ollu gjaldþroti hans. Í þessum viðskiptum töpuðust um 300 milljarðar, sem jafnast á við um 1 milljón á hvert mannsbarn á Íslandi, eða um 5 milljónir á hverja þriggja barna fjölskyldu. Þessi mistök lenda beint á íslenskum skattgreiðendum," segir Gauti á bloggsíðu sinni þar sem hann fjallar um stærstu mistökin að hans mati. „Þetta eru mun hærri fjárhæðir en líklegt er að falli á almenning vegna icesave. Það sem verra er þessar byrðar falla strax á almenning, en ekki eftir 7 ár eins og icesave. Hinn harkalegi niðurskurður ríkisútgjalda og gífurlegu skattahækkanir má að stórum hluta rekja til þessara afdrifaríku mistaka." Gauti segir að með nokkuð grófri einföldun megi lýsa ástarbréfunum sem svo að bankarnir hafi skrifað skuldabréf hvern á annan. Þannig prentaði Kaupþing skuldabréf uppá eina krónu og lét Landsbankann fá, gegn skuldabréfi uppá eina krónu sem Landsbankinn prentaði. Svo fóru þeir báðir í Seðlabankann og fengu lán með veði í þessum skuldabréfum hver á annan. „Sumir kölluðu þetta ástarbréf bankana til hvers annars," segir Gauti. „Í hruninu námu lán af þessu tagi um 30 prósentum af þjóðarframleiðslu. Þegar allt fór á hausinn voru þessi skuldabréf auðvitað verðlaus. Í stuttu máli má segja að með þessum viðskipum hafi bankarnir í raun og veru fengið heimild til að prenta peninga fyrir sjálfan sig án þess að leggja fram nokkur haldbær veð, nema ástarbréf hvers til annars. Allt á kostnað skattgreiðenda." Fram kemur að til að mynda hefði Seðlabanki Íslands geta krafist veðs í öllu innlánasafni viðskiptabankana sem ... „hefði verið skynsamleg lausn. Ef það hefði verið gert, hefði Seðlabankinn í raun verið eigandi nýju bankanna við hrunið, frekar en erlendu kröfuhafarnir. Þá hefði engin ástæða verið fyrir íslenska ríkið að dæla inn 300 milljörðum til að koma í veg fyrir gjaldþrot seðlabankans. Og skattar íslenskra ríkisborgara hefðu ekki hækkað jafn mikið og nú er rauninn." Gauti segir síðan að þótt neyðarlögin hefðu verið að mörgu leyti skynsamleg voru ein afdrifarík mistök gerð í smíði þeirra laga sem gerðu hrunið mun kostnaðarsamara fyrir landsmenn. „Helsta ákvæði neyðarlaganna var það, að innlán urðu forgangskrafa í þrotabú gömlu bankanna. Þetta var skynsamlegt ákvæði. Mikilvægur hlutur gleymdist, hins vegar. Skynsamlegast hefði verið að gera tryggðar innistæður sem fyrstu forgangskröfu," segir Gauti. „Ef neyðarlögin hefðu verið skrifuð svona hefði það þýtt að allar eignir Landsbankans hefðu fyrst farið í að greiða icesave. Skaði þjóðarbúsins hefði því orðið lítill sem engin af þessum þætti hrunsins, og við stæðum væntanlega ekki ennþá í deilum við Breta og Hollendinga." Bloggið í heild má sjá hér.
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun