VR mótmælir fyrirætlunum stjórnvalda 7. október 2009 15:32 Kristinn Örn Jóhannesson er formaður VR. Stjórn VR mótmælir harðlega þeim fyrirætlunum stjórnvalda að ætla ekki að standa við hækkun persónuafsláttar," þetta kemur fram í ályktun sem stjórnarmenn hafa samþykkt. Þar segir að slík framkoma sé ekki trúverðug fyrir ríkisstjórn sem kennir sig við velferð og skjaldborg um heimilin í landinu. „Ekki frekar en sú þversögn að á sama tíma og vinstri höndin hækkar álögur á almenning í formi neysluskatta og eykur á skuldavanda heimila og fyrirtækja er sú hægri að leysa þann sama skuldavanda með lánalengingum. Slíkt gengur einfaldlega ekki upp," segir í ályktuninni. Þá er bent á að í sumar var gerður þríhliða sáttmáli á milli launþega, launagreiðenda og stjórnvalda sem átti að skapa þann stöðugleika og viðspyrnu sem nauðsynleg er til að landsmenn allir komist úr þeim vanda sem græðgi og fyrirhyggjuleysi fárra kom þjóðinni í. „Sýndu launþegasamtök þar mikla ábyrgð, fórnfýsi og vilja til að bera byrðar annarra, þar á meðal stjórnvalda." Greiðinn launaður „Hvernig launa stjórnvöld greiðann?," er síðan spurt. „Með því að leggja enn þyngri byrðar á almennt launafólk en sátt var um og það svo ójafnar og óréttlátar að hin beygðu bök eru broti næst. Það er kannski ætlun stjórnvalda að murka hægfæra lífið úr efnahagskerfinu og þeim sem bera það uppi, launþegum og launagreiðendum? Það hafa hingað til þótt slæm búvísindi að slátra mjólkurkúnni fyrir stundarhagsmuni." „Stjórn VR skorar á ríkisstjórnina og alþingi að nota tækifærið nú til að leiðrétta óréttlæti fyrri stjórna, að hækka skattleysismörk verulega og hækka skattprósentuna á móti. Þannig má laga skattbyrðina og færa upp á við í tekjustiganum." Einnig bendir VR á þá leið að taka upp fastskattavísitölu sem drægi úr áhrifum neysluskatta á vísitölu til verðtryggingar og að frekari áhersla verði lögð á beina skatta. „Þannig má forðast óþarfa hækkun á höfuðstól og afborgunum verðtryggðra lána almennings þrátt fyrir nauðsynlega tekjuöflun ríkisins." Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Stjórn VR mótmælir harðlega þeim fyrirætlunum stjórnvalda að ætla ekki að standa við hækkun persónuafsláttar," þetta kemur fram í ályktun sem stjórnarmenn hafa samþykkt. Þar segir að slík framkoma sé ekki trúverðug fyrir ríkisstjórn sem kennir sig við velferð og skjaldborg um heimilin í landinu. „Ekki frekar en sú þversögn að á sama tíma og vinstri höndin hækkar álögur á almenning í formi neysluskatta og eykur á skuldavanda heimila og fyrirtækja er sú hægri að leysa þann sama skuldavanda með lánalengingum. Slíkt gengur einfaldlega ekki upp," segir í ályktuninni. Þá er bent á að í sumar var gerður þríhliða sáttmáli á milli launþega, launagreiðenda og stjórnvalda sem átti að skapa þann stöðugleika og viðspyrnu sem nauðsynleg er til að landsmenn allir komist úr þeim vanda sem græðgi og fyrirhyggjuleysi fárra kom þjóðinni í. „Sýndu launþegasamtök þar mikla ábyrgð, fórnfýsi og vilja til að bera byrðar annarra, þar á meðal stjórnvalda." Greiðinn launaður „Hvernig launa stjórnvöld greiðann?," er síðan spurt. „Með því að leggja enn þyngri byrðar á almennt launafólk en sátt var um og það svo ójafnar og óréttlátar að hin beygðu bök eru broti næst. Það er kannski ætlun stjórnvalda að murka hægfæra lífið úr efnahagskerfinu og þeim sem bera það uppi, launþegum og launagreiðendum? Það hafa hingað til þótt slæm búvísindi að slátra mjólkurkúnni fyrir stundarhagsmuni." „Stjórn VR skorar á ríkisstjórnina og alþingi að nota tækifærið nú til að leiðrétta óréttlæti fyrri stjórna, að hækka skattleysismörk verulega og hækka skattprósentuna á móti. Þannig má laga skattbyrðina og færa upp á við í tekjustiganum." Einnig bendir VR á þá leið að taka upp fastskattavísitölu sem drægi úr áhrifum neysluskatta á vísitölu til verðtryggingar og að frekari áhersla verði lögð á beina skatta. „Þannig má forðast óþarfa hækkun á höfuðstól og afborgunum verðtryggðra lána almennings þrátt fyrir nauðsynlega tekjuöflun ríkisins."
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira