VR mótmælir fyrirætlunum stjórnvalda 7. október 2009 15:32 Kristinn Örn Jóhannesson er formaður VR. Stjórn VR mótmælir harðlega þeim fyrirætlunum stjórnvalda að ætla ekki að standa við hækkun persónuafsláttar," þetta kemur fram í ályktun sem stjórnarmenn hafa samþykkt. Þar segir að slík framkoma sé ekki trúverðug fyrir ríkisstjórn sem kennir sig við velferð og skjaldborg um heimilin í landinu. „Ekki frekar en sú þversögn að á sama tíma og vinstri höndin hækkar álögur á almenning í formi neysluskatta og eykur á skuldavanda heimila og fyrirtækja er sú hægri að leysa þann sama skuldavanda með lánalengingum. Slíkt gengur einfaldlega ekki upp," segir í ályktuninni. Þá er bent á að í sumar var gerður þríhliða sáttmáli á milli launþega, launagreiðenda og stjórnvalda sem átti að skapa þann stöðugleika og viðspyrnu sem nauðsynleg er til að landsmenn allir komist úr þeim vanda sem græðgi og fyrirhyggjuleysi fárra kom þjóðinni í. „Sýndu launþegasamtök þar mikla ábyrgð, fórnfýsi og vilja til að bera byrðar annarra, þar á meðal stjórnvalda." Greiðinn launaður „Hvernig launa stjórnvöld greiðann?," er síðan spurt. „Með því að leggja enn þyngri byrðar á almennt launafólk en sátt var um og það svo ójafnar og óréttlátar að hin beygðu bök eru broti næst. Það er kannski ætlun stjórnvalda að murka hægfæra lífið úr efnahagskerfinu og þeim sem bera það uppi, launþegum og launagreiðendum? Það hafa hingað til þótt slæm búvísindi að slátra mjólkurkúnni fyrir stundarhagsmuni." „Stjórn VR skorar á ríkisstjórnina og alþingi að nota tækifærið nú til að leiðrétta óréttlæti fyrri stjórna, að hækka skattleysismörk verulega og hækka skattprósentuna á móti. Þannig má laga skattbyrðina og færa upp á við í tekjustiganum." Einnig bendir VR á þá leið að taka upp fastskattavísitölu sem drægi úr áhrifum neysluskatta á vísitölu til verðtryggingar og að frekari áhersla verði lögð á beina skatta. „Þannig má forðast óþarfa hækkun á höfuðstól og afborgunum verðtryggðra lána almennings þrátt fyrir nauðsynlega tekjuöflun ríkisins." Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Stjórn VR mótmælir harðlega þeim fyrirætlunum stjórnvalda að ætla ekki að standa við hækkun persónuafsláttar," þetta kemur fram í ályktun sem stjórnarmenn hafa samþykkt. Þar segir að slík framkoma sé ekki trúverðug fyrir ríkisstjórn sem kennir sig við velferð og skjaldborg um heimilin í landinu. „Ekki frekar en sú þversögn að á sama tíma og vinstri höndin hækkar álögur á almenning í formi neysluskatta og eykur á skuldavanda heimila og fyrirtækja er sú hægri að leysa þann sama skuldavanda með lánalengingum. Slíkt gengur einfaldlega ekki upp," segir í ályktuninni. Þá er bent á að í sumar var gerður þríhliða sáttmáli á milli launþega, launagreiðenda og stjórnvalda sem átti að skapa þann stöðugleika og viðspyrnu sem nauðsynleg er til að landsmenn allir komist úr þeim vanda sem græðgi og fyrirhyggjuleysi fárra kom þjóðinni í. „Sýndu launþegasamtök þar mikla ábyrgð, fórnfýsi og vilja til að bera byrðar annarra, þar á meðal stjórnvalda." Greiðinn launaður „Hvernig launa stjórnvöld greiðann?," er síðan spurt. „Með því að leggja enn þyngri byrðar á almennt launafólk en sátt var um og það svo ójafnar og óréttlátar að hin beygðu bök eru broti næst. Það er kannski ætlun stjórnvalda að murka hægfæra lífið úr efnahagskerfinu og þeim sem bera það uppi, launþegum og launagreiðendum? Það hafa hingað til þótt slæm búvísindi að slátra mjólkurkúnni fyrir stundarhagsmuni." „Stjórn VR skorar á ríkisstjórnina og alþingi að nota tækifærið nú til að leiðrétta óréttlæti fyrri stjórna, að hækka skattleysismörk verulega og hækka skattprósentuna á móti. Þannig má laga skattbyrðina og færa upp á við í tekjustiganum." Einnig bendir VR á þá leið að taka upp fastskattavísitölu sem drægi úr áhrifum neysluskatta á vísitölu til verðtryggingar og að frekari áhersla verði lögð á beina skatta. „Þannig má forðast óþarfa hækkun á höfuðstól og afborgunum verðtryggðra lána almennings þrátt fyrir nauðsynlega tekjuöflun ríkisins."
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira